Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 345
344
NiCk CouldRy
framleiðslu efnis og hversdaglegu lífi á internetinu, þá myndi okkur nýt-
ast vel að kanna kenningar franska félagsfræðingsins Pierre Bourdieu um
„svið“ menningarlegrar framleiðslu. Ef við viljum einfaldlega spyrja hvaða
áhrif endalaus skilaboð sem dreift er um internetið hafa á hinn félags-
lega heim þá verðum við að leita í umfjöllun klassíska franska félagsfræð-
ingsins Emile Durkheim um tilbúnar aðgreiningar og stigveldi – „flokka“
samkvæmt hugtakanotkun hans – sem mynda ramma um endurspeglanir
okkar á heiminum, hvernig við framsetjum heiminn fyrir sjálfum okkur.36
Til þess að ná utan um margbreytileika miðlunar í samtímanum þurfum
við ekki bara einhverjar félagsfræðilegar kenningar, heldur kenningar sem
takast á við byggingu, framsetningu og togstreitu hins félagslega sem slíks.
Félagslega miðuð nálgun á miðlunarfræði er í grunninn sniðin að
athöfnum. Miðlun opnar dyrnar að skilningi á skipulagi mannlegra
athafna. Upphafspunktur okkar er hversu opnar venjur eru í báða enda og
hvernig þær eru hluti af stærra valdasamhengi. Þessi nálgun á miklu meira
sameiginlegt með gagnrýnni félagsfræði valds37 en sögu tækniframfara.
Félagslega miðuð miðlunarfræði deilir samt tveimur mikilvægum þátt-
um með miðlafræði. Annars vegar er viðfangsefni hennar miðlar, þ.e.
skipulögð gangverk og innviðir til að veita samskiptum í ákveðna farvegi,
fremur en „samskipti“ í einhverjum almennum skilningi.38 Hins vegar, og
það kemur meira á óvart, skarast þessi nálgun við hugsun minna þekkts
forsvarsmanns miðlafræði, Siegfried Zielinski, sem er langt frá því að
aðhyllast línulegt líkan af þróun miðlunar og lýsir sig andvígan „fjár-
hagslegu skipulagi sem byggist á aðlögun og mótun [miðlunar] og hefur
framleiðni sem grundvallarviðmið“. Afstaða Zielinski knýr hann til „and-
fornleifafræðilegrar“ nálgunar á sögu miðlunar sem lyftir fram þeirri mis-
leitni og fjölbreytni sem einkennir fortíð miðlunar.39 Ef slík efahyggja er
36 Norbert Elias, The Civilizing Process, oxford: Blackwell, 1994 [1939]; Pierre Bour-
dieu, The Field of Cultural Production, Cambridge: Polity, 1993; Emile Durkheim
og Marcel Mauss, Primitive Classification, London: Cohen and West, 1970.
37 C. Wright Mills, The Sociological Imagination, Harmondsworth: Penguin, 1959;
Alvin Gouldner, „“Anti-Minotaur”: The Myth of Value-Free Sociology“, Social
Problems 1962, bls. 199–213; Slavko Splichal, „Why Be Critical?“, Communication,
Culture and Critique 1/2008, bls. 20–30.
38 Beinskeytta málsvörn, af andstæðum meiði, fyrir breiðari samskiptafræði má finna
í: Klaus Bruhn Jensen, Media Convergence, sérstaklega 2. kafli.
39 Siegfried Zielinski, Deep Time of the Media, bls. 269. [Þýð.: Erfitt er að þýða yfir
á íslensku þann orðaleik sem viðbætta forskeytið skapar í enska frumtextanum.
Forskeytið „an“ lagt við hliðina á „archaeology“ býr til vísun í anarkisma eða
stjórnleysisstefnu.]