Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Qupperneq 346
345
STAFRÆN MIðLUN Í LJÓSI FÉLAGSFRÆðINNAR
yfirfærð á þær félagsfræðilegu áskoranir er fylgja því að leita skilnings á
miðlun í samtímanum er ávöxturinn félagsleg miðlunarfræði sem snýst
um að afbyggja þá ægilegu krafta sem skilja afurðir og kerfi miðlunar sem
„náttúruleg“ eða einfædd afkvæmi rökréttrar framvindu efnahagsmála,
félagsmála og stjórnmála.
Nú á dögum verða allar kenningar og greiningar á sviði miðlunarfræði
hins vegar að takast á við nokkra óvissuþætti sem hafa grundvallarþýðingu
og ég hyggst nú kanna í fremur grófum dráttum.
Stafræna byltingin og óvissuþættir hennar
Flestir álitsgjafar telja að við séum stödd í miðri miðlunarbyltingu og
leggja höfuðáherslu á internetið sem öflugt tæki til tengsla og dreifingar
og það ógrynni stafrænna miðlunartækja og innviða sem hefur byggst upp
í kringum þau. En það á sér langa sögu að búnar séu til mýtur um tækni
og ætti það að nægja til að vekja tortryggni okkar.40 Einkum hefur ný sam-
skiptatækni getið af sér endalausar mýtur (um lýðræðisvæðingu, stjórn-
málalegan stöðugleika og heimsfrið), nú síðast mýtuna um að upplýsingar,
sérstaklega stafrænar upplýsingar, séu ókeypis.41
Það er þess virði að líta til baka til ýmissa þátta sem hinn mikli sagn-
fræðingur prentmálsins, Elizabeth Eisenstein, taldi einkennandi fyrir
„prentbyltinguna“ sem stóð yfir í Evrópu frá fimmtándu öld til þeirrar
sautjándu. Tilkoma prentmiðilsins fól í sér þá tilfærslu í framleiðslu menn-
ingarefnis að í stað einstæðra bókaeintaka af hendi einstakra ritara komu
40 Vincent Mosco, The Political Economy of Communication, bls. 117. Berið saman við
Jeffrey Sconce, „Tulip Theory“, New Media: Theories and Practices of Digitextuality,
New York: Routledge, 2003, bls. 179–196; James Curran, Natalie Fenton og Des
Freedman, Misunderstanding the Internet, London: Routledge, 2012; John Palfrey
og Urs Gasser, Born Digital, endurskoðuð útgáfa, New York: Basic Books, 2008, bls.
294, og Evgeny Morozov, The Net Delusion, London: Allen Lane, 2011. [Þýð.: Rit
Curran, Fenton og Freedman er sagt bíða útgáfu hjá Bloomsbury-útgáfunni í frum-
texta en ég hef aðlagað þessa vísun þar sem ritið er nú komið út hjá Routledge.]
41 Carolyn Marvin, When Old Technologies Were New, oxford: oxford University Press,
1987. Mikilvæga nýlega gagnrýni á mýtuna um „ókeypis“ upplýsingar má finna hjá
Evgeny Morozov, The Net Delusion; Jaron Lanier, You Are Not a Gadget, uppfærð
útgáfa, London: Penguin, 2011. og sem dæmi um þessa mýtu sjá athugasemdir
hins virta fjölmiðlarýnis Jeff Jarvis, „Is the Writing on the Wall?“, Guardian, á
fjölmiðlasíðunum, 27. júní 2011: „maður skynjar prentað mál sem endanlegt en
hið stafræna sem óendanlegt. Á hinn bóginn er prentað mál einnig takmarkandi
en hið stafræna frelsandi.“