Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Qupperneq 350
349
Í þriðja lagi þarf að huga að gríðarlega mikilli landfræðilegri útbreiðslu
internetsins og afleiðingu þessa, þ.e. tilfærslunni frá ensku-miðuðu int-
erneti til internets þar sem mörg tungumál hafa forræði yfir svæðum sem
eru hvert um sig óaðgengileg notendum á hinum svæðunum (arabíska,
kínverska, japanska o.s.frv.). Internetið kann þegar að vera orðið of stórt
til þess að nokkur einn rannsóknarrammi geti náð yfir það: í Kína einu
eru 420 milljónir netnotenda; 364 milljónir þeirra hafa breiðband en 115
milljónir búa í dreifbýli. Eitt lykilatriði sem kemur í veg fyrir einfaldar
alhæfingar er hins vegar óumdeilanlegt: Þjóðir og heimshlutar búa mis-
munandi vel þegar kemur að möguleikum íbúanna til þess að láta rödd
sína heyrast í hinu alþjóðlega interneti. Eins og James Curran bendir á
eru líkurnar á að eignast stóran lesendahóp margfalt hærri hjá þeim sem
hafa ensku að móðurmáli, eða hafa náð góðum tökum á henni sem öðru
máli, en hjá þeim sem hafa maratí að móðurmáli. Með öðrum orðum er
enginn sameiginlegur heimur stafrænnar miðlunar til, og virðist mönnum
svo vera er þar aðeins á ferðinni skynvilla byggð á alþjóðlegri orðræðu sem
nærist á sama ójafnrétti og skynvillan dylur.53
Þegar hugað er að félagslegum afleiðingum stafrænnar miðlunar verður
enn flóknara að spá fyrir um jákvæða „byltingu“. Að hafa sína eigin einka-
tölvu er ekki eina leiðin inn á internetið á stöðum þar sem aðgangurinn að
ritstj. Naomi Sakr, London: IB Tauris, 2004, bls. 138–161. Um netnotkun barna
eftir stéttum, Ellen Seiter, The Internet Playground, New York: Peter Lang, 2005,
bls. 13, og Sonia Livingstone, Young People and New Media, London: Sage, 2002.
Um almennt netaðgengi og stéttaskiptingu: ofcom, Communications Market Reports,
hér frá árinu 2010, útgefnar á árunum 2007–2011, www.ofcom.org.uk, allar sóttar
5. september 2011, bls. 249–250 [Þýð.: Tengill leiðir ekki beint að skýrslunni frá
2010 heldur einungis á heimasíðu ofcom. Þann 3. desember 2014 mátti finna
skýrslur frá 2004–2014 á http://stakeholders.ofcom.org.uk/market-data-research/
market-data/communications-market-reports/?a=0]. Um vítahring: Mark Warsc-
hauer, Technology and Social Inclusion, Cambridge, MA: MIT Press, 2003, bls. 24, og
Rob Kling, „Can the “Net-Generation Internet” Effectively Support “ordinary
Citizens”?“, The Information Society 1999, bls. 57–63. Um félagsleg samskiptanet:
Nicole B. Ellison, Charles Steinfield og Cliff Lampe, „The Benefits of Facebook
“Friends”: Social Capital and College Students’ Use of online Social Network Si-
tes“, Journal of Computer-Mediated Communication 4/2007, bls. 1142–1168. Nýlega
og gagnlega samantekt á umræðunni um hina stafrænu gjá má finna hjá Andrew
Chadwick, Internet Politics, 4. kafli.
53 Tölur um netnotkun í Kína, CNNIC, 26th Statistical Report on Internet Development
in China, China Internet Network Information Centre, July 2010, www.cnnic.net.
cn/uploadfiles/pdf/2010/8/24/93145.pdf, sótt 26. júlí 2011 [Þýð.: Tengill úreltur.]
Um maratí: James Curran, Natalie Fenton og Des Freedman, Misunderstanding the
Internet, 2. kafli.
STAFRÆN MIðLUN Í LJÓSI FÉLAGSFRÆðINNAR