Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Side 351
350
internetinu byggist á félagslegum grunni. Internetbyltinguna má því ekki
túlka einungis á grundvelli tölfræðilegra gagna um aðgang einstaklinga að
netinu. Við þetta bætist að búferlaflutningar verkafólks milli landa, sem
rekja má til efnalegs misréttis á heimsvísu, móta bæði tiltæk úrræði og
þörfina fyrir slíka félagslega skipulagningu internetaðgangs. Í öðru lagi
er mikill munur á grunnmöguleikum til þess að nýta sér tækni og því
hvernig hún er nýtt í reynd. Eins og Regis Debray orðar það: „Notkunin er
eldra fyrirbæri en verkfærið … ef miðillinn er „nýr“ er það skilgreining-
aratriði að umhverfið [sem hann er notaður í] er „gamalt“.“54 Frásagnir af
félagslegum langtímaafleiðingum bókarinnar undirstrika einmitt hversu
margir þættir komu saman á löngum tíma til að skapa þær lestrarvenjur
sem voru orðnar útbreiddar á síðari hluta nítjándu aldar og fyrri hluta
þeirrar tuttugustu í Evrópu: stofnanalegt samhengi og lestrarsamtök, ný
menningarleg viðmið, aukinn frítími ört vaxandi borgarastéttar og jafn-
vel meiri lýsing á heimilum eftir sólsetur.55 Eitt af því sem hefur hraðað
„internetbyltingunni“ er geta til þess að dreifa ekki bara gögnum held-
ur hugbúnaði (innviðum með öðrum orðum) í gegnum sama miðilinn.
Bókin var stórt stökk fram á við þegar kom að útbreiðslu nýjunga þar sem
hún gerði kleift að dreifa skýringarmyndum og öðrum tæknilegum lýs-
ingum,56 en nú á dögum er hægt að dreifa hugbúnaðarinnviðum sem mik-
ilvægar samskiptanýjungar reiða sig á um allan heim gegnum internetið
án þess að nokkur manneskja eða hlutur þurfi að færast úr stað! Hugsið
um opinn notendaaðgang Indymedia-vefsíðnanna, sem eiga uppruna sinn
í Ástralíu en voru notaðar í fyrsta sinn í tengslum við mótmæli vegna
funda Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Seattle árið 2009, eða Ushahidi–
vefsíðusniðið, sem nota má til að segja fréttir af hamförum hvarvetna í
Afríku.57
Í fáum orðum sagt ríkir nú, þrátt fyrir allt fjargviðrið, mikil óvissa um
þennan ólínulega heim breytilegrar miðlunar í samtímanum. Spár sem
byggðar eru á svokallaðri „stafrænni kynslóð“ taka tískubylgjur mark-
54 Régis Debray, Media Manifestos, bls. 16.
55 Robert Wuthnow, Communities and Discourse, Cambridge, MA: Harvard University
Press, 1989; Reinhard Wittmann, „Was There a Reading Revolution at the End
of the Eighteenth Century?“, A History of Reading in the West, ritstj. Guglielmo
Cavallo og Roger Chartier, Cambridge: Polity, 1999, bls. 284–312.
56 Friedrich A. Kittler, Optical Media, bls. 67.
57 Matthew Arnison, „Crazy Ideas for Webcasting“, 2002, www.purplebark.net/
maffew/cat/webcast.html, sótt 3. september 2011; Clay Shirky, Cognitive Surplus,
bls. 16.
NiCk CouldRy