Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 355
354
Nú er annars konar umbreyting í kortunum og aftur er ekki hægt að
rekja hana einfaldlega til möguleika tækninnar. Við þekkjum hugmynd-
ina um heimili með „linnulausu sjónvarpi“. En nú er svo komið, jafnvel í
landi eins og Bretlandi sem er aðeins í meðallagi tæknivætt, eru 74 prósent
af íbúum með breiðband og 50 prósent fólks á aldrinum 16–24 ára er
með nettengda síma.70 Þar sem umtalsverð netnotkun er orðin algeng í
mörgum löndum hafa nýir gerendur skotið upp kollinum á sviði miðlunar:
Framleiðendur „jihad“-ista myndbanda á vefnum eða raunar hvers kyns
heimatilbúinna myndbrota sem hlaðið er upp á YouTube, frægt fólk sem
tístir með símunum sínum, mótmælendur með myndavélasíma uppi við í
margmenni. Það er ekki bara „hvað“-ið heldur „hver“-ið í samhengi miðl-
unar sem er að breytast og flækir það sem John Thompson nefndi „þátta-
skil í sambandi framleiðanda og neytanda“ innan fjölmiðlunar. Í dag veitir
internetið einstaklingum tækifæri til þess að ná til stórra hópa viðtakenda
og minnir þannig á notkun símalína í upphafi, þegar fólk söng og spilaði
tónlist fyrir „heiminn“,71 þó svo að í þetta skipti séu fjarlægðar- og skipu-
lagstakmarkanir með nokkuð öðrum hætti. Sérfræðingar í framleiðslu og
dreifingu miðlunarefnis fjárfesta ekki einungis í þágu sinnar eigin fram-
leiðslu heldur til þess að örva og stýra „efni framleiddu af notendum“ en
jafnframt hafa fjölmiðlaneytendur eða viðtakendur endalaus tækifæri til
þess að leggja til athugasemdir við framleiðslu fjölmiðla þó svo að ekki sé
alveg ljóst hverjir nákvæmlega nýti sér þessi tækifæri. Sumir fagna þess-
um gagnvirku samfélögum í kringum vefsíður dagblaða en aðrir eru full-
ir efasemda.72 Sumir greina jafnvel viðameiri grundvallarbreytingar: Að
vefurinn breytist frá því að vera „útgefinn miðill“ til þess að vera „sam-
skiptamiðill“, að myndbönd hætti að lúta miðstýrðri dreifingu á miðlun
menningar og verði „framlenging á … persónulegum samskiptakerfum á
70 Um hið linnulausa sjónvarp: Elliot A. Medrich, „Constant Television: A Backgro-
und to Daily Life“, Journal of Communication 3/1979, bls. 171–176. Breskar tölur
eru frá ofcom, Communications Market Reports, hér frá árinu 2011.
71 John Thompson, Ideology and Modern Culture, Cambridge: Polity, 1990, bls. 15.
Um fyrstu skrefin í notkun símalína í Bandaríkjunum: Ronald R. Kine, Consumers
in the Country, Baltimore: The Johns Hopkins University Press 2000, bls. 43.
72 Berið saman Charlie Beckett, The Rise of Networked Journalism, London: Polis,
2010 [Þýð.: Rit sem gegnir þessu nafni og er eftir Beckett hefur ekki fundist og
því mögulega villa í heimildaskráningu] og Jeffrey P. Jones, „I Want my Talk TV
– Network Talk Shows in a Digital Universe“, Beyond Prime Time, ritstj. Amanda
D. Lotz, London: Routledge, 2009, um „samfélögin“ sem eru tengd bresku Daily
Telegraph vefsíðunni og vefsíður bandarískra fréttaveitna, í þessari röð.
NiCk CouldRy