Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Side 357
356
Twentieth-Century Fox), gæti með afgerandi hætti fært kvikmyndaáhorf
inn á heimilið, en samtímis kannar Google möguleika þess að frumsýna
kvikmyndir á YouTube sem fólk getur nálgast með snjallsímum sínum.
Á sama tíma taka „gagnastreymisleikir“ [e. cloud gaming] dagsins í dag
tiltekna miðlanotkun, sem eitt sinn var einstaklingsvædd (leikjanotkun í
gegnum sérstakt stýritæki), og breyta henni þannig að hún þurfi í auknum
mæli að reiða sig á netvædda innviði sem tengja saman stóran hóp leik-
manna.76 Í öðru lagi eru það breytingar sem verða á stiginu sem snýr að því
hvernig miðlunin fer fram. Við fáum upplýsingar í síauknum mæli gegnum
innbyggð „öpp“ sem draga okkur inn á einkasvæði á internetinu sem ekki
finnast með einfaldri leit: Þetta er ástæðan fyrir þeirri skoðun þeirra Chris
Anderson og Michael Wolff að vefurinn [með opnu aðgengi] sé „dauður“.77
Við megum hins vegar ekki hrapa að ályktunum. Sumir fjölmiðlar standa í
stað þrátt fyrir ný tækifæri til miðlunar: Útvarp hefur til að mynda flust að
hluta til á netið en hljóðheimur þess er enn hluti af hversdagslegu amstri
fólks. og sjónvarpið: Snemma á fyrsta áratug tuttugustu og fyrstu aldar
var hefð fyrir því að lýsa yfir „dauða sjónvarpsins“.78 Eðli sjónvarps hefur
óumdeilanlega breyst úr því að vera kassi í stofuhorninu í það sem einn
rithöfundur nefndi „samansafn óstaðbundinna skjáa“, úr „takka“-miðli
[e. „push“ medium] sem er aðeins aðgengilegur í einu formi (móttöku sjón-
varpstækis á útsendingu eða dreifingu um kapal eða gervihnött) í það að
vera „mótanlegur miðill“ sem býður, í tengslum við aðra stafræna miðla
(verkvanga þeirra og efni), „sífellt sveigjanlegri og margbreytilegri sam-
76 Um pöntunarsjónvarp: Matthew Garrahan, „Cinemas in Threat over Home
Screenings“, Financial Times, 13. apríl 2011. Um Google og Youtube: M. Castillo,
„#Youtube Goes on Demand with Hollywood Blockbusters“, 26. apríl 2011, www.
cbsnews.com/8301-504943_162-20057503-10391715 [Þýð.: Tengill er úreltur og
vantar upplýsingar um hvenær efnið var sótt.] Um „gagnastreymisleiki“: Keith
Stuart, „Cloud Gaming Means the Sky’s the limit for Any PC“, Guardian, 24.
nóvember 2010.
77 Chris Anderson og Michael Wolff, „The Web is Dead. Long Live the Internet“,
Wired, [17. ágúst 2010], http://www.wired.com/2010/08/ff_webrip/all/, sótt 4. júlí
2011 [Þýð.: Uppfærði úreltan tengil.] Berið saman við Jonathan Zittrain, The Future
of the Internet and How to Stop It, New Haven: Yale University Press, 2008.
78 Amanda D. Lotz, „Introduction“, Beyond Prime Time, ritstj. Amanda D. Lotz,
London: Routledge, 2009, bls. 1–13, hér bls. 12–13, 2. nmgr. Elihu Katz, „Intro-
duction: The End of Television“, “The End of Television?” Annals of the American
Academy of Political and Social Science 2009, ritstj. Elihu Katz og Paddy Scannell,
bls. 6–18.
NiCk CouldRy