Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 358
357
skiptaform“.79 Við getum ekki lengur gengið að því sem vísu að „sjónvarp“
sé afmarkað fyrirbæri, með efni sem sérstök sjónvarpsfyrirtæki framleiða.
„Sjónvarp“ er núna rými þar sem gríðarstórar margmiðlunarsamsteyp-
ur takast á.80 Í þessu rými spretta upp undarlegir nýgræðingar: dagblöð
kynna eigið myndefni á vefsíðum sínum (Sun, New York Times) eða hýsa
heimatilbúin myndbönd annarra (Guardian). Þó að fjöldi áhorfenda á
mesta áhorfstímanum hafi minnkað í mörgum löndum er enn horft á sjón-
varp og áhorfendahópurinn er stór en „í Kína er sjónvarpið enn sá miðill
sem er áhrifamestur og víðast útbreiddur“.81 Eins telur William Uricchio
að sjónvarpið gæti núna verið að enduruppgötva þann „fjölbreytileika“
sem einkenndi útsendingar þess áður en sjónvarpsáhorf varð almennt.82
Bersýnilega getum við ekki skilið hið sístækkandi miðlaumhverfi með því
að hugsa um hvernig nýir miðlar (internetið?) koma í stað eldri miðla
(sjónvarpsins? útvarpsins?).
Bylgja eftir bylgju af nýstárlegri miðlun sem viðheldur hinu mettaða
miðlaumhverfi, hefur skollið á íbúum ríkari landa
1. tilfærslan frá takmörkuðum fjölda sjónvarpsstöðva sem senda út frá
jarðstöðvum til hundraða kapal- og gervihnattarása,
2. sífellt hraðari og samfelldari aðgangur að internetinu og verald-
arvefnum,
3. aðgangur að miðlun gegnum þráðlausa síma og farsíma,
79 Max Dawson, „Little Players, Big Shows: Format, Narration and Style on Te-
levision’s New Smaller Screens“, Convergence 3/2007, bls. 231–250, vísar í Martin
Lister og fleiri, New Media: A Critical Introduction, önnur útgáfa, London: Rout-
ledge, 2009, bls. 229. Michael Curtin, „Matrix Media“, Television Studies After TV,
London: Routledge, 2009, bls. 9–19, hér bls. 13.
80 Lynn Spigel og Jan olsson (ritstj.), Television After TV, Durham, NC: Duke Uni-
versity Press, 2004. Graeme Turner og Jinna Tay (ritstj.), „Introduction“, Television
Studies After TV, London: Routledge, 2009, bls. 1–7, hér bls. 3 [Þýð.: Þessa heimild
vantar í heimildaskrá. Einungis vísað til annarrar greinar í sama riti.] Amanda D.
Lotz, „Introduction“, bls. 12. Michael Curtin, „Matrix Media“, bls. 18.
81 Toby Miller, Television Studies: The Basics, London: Routledge, 2010, bls. 143.
ofcom, Communications Market Reports, hér frá árinu 2011. Um Kína: Di Miao,
„Between Propaganda and Commercials: Chinese Television Today“, Changing
Media, Changing China, ritstj. Susan L. Shirk, oxford: oxford University Press
2011, bls. 91–114, hér bls. 111.
82 William Uricchio, „Contextuali[z]ing the Broadcast Era: Nation, Commerce and
Constraint“, “The End of Television” Annals of the American Academy of Political and
Social Science 2009, ritstj. Elihu Katz og Paddy Scannel, bls. 60–73, hér bls. 63.
STAFRÆN MIðLUN Í LJÓSI FÉLAGSFRÆðINNAR