Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Side 362
361
Hvað sem öðru líður eru áhrif fréttaflutnings á netinu ofmetin, jafnvel í
Bandaríkjunum. Jon Banner, stjórnandi fréttastöðvarinnar „ABC World
News“, orðar þetta svona: „Hversu mikið áhorf sem við fáum gegnum vef-
inn er það alltaf langt frá [sjónvarps]útsendingunni og mun líklegast hald-
ast þannig um fyrirsjáanlega framtíð“.89 Jafnvel í Bandaríkjunum hefur
tíminn sem varið er í að fylgjast með sjónvarpsfréttum ekki breyst mikið
síðan árið 1996, löngu áður en mesti vöxturinn hljóp í netnotkun, og í
Bretlandi og Þýskalandi nota margfalt fleiri sjónvarpið en internetið sem
sína helstu fréttaveitu. Sjónvarpsfréttir eru meira að segja ennþá helsta
fréttaveitan í landi á borð við Danmörku, þar sem netnotkun er mikil, eins
meðal arabískra innflytjenda í Evrópu líkt og nýleg rannsókn sýnir.90
Prentuð dagblöð og sjónvarpsfréttir eru vinsælustu dæmin í spám
um róttækar breytingar í miðlunarheiminum. En ef við skoðum heildar-
neyslu sjónvarpsefnis eru skráðar tölulegar sveiflur á engan hátt í sam-
ræmi við fjölmiðlafárið um dauða gamaldags miðlunar. Sjónvarpsáhorf
í Bandaríkjunum var meira árið 2005 en árið 1995 (þ.e. áður en net-
aðgangur varð almennur) og hélt áfram að aukast á árunum 2008, 2009
og 2010. Í Þýskalandi óx heildarsjónvarpsáhorf á árunum 2002–2007.91
89 Amanda D. Lotz, „National Nightly News in the on-Demand Era“, Beyond Prime
Time, ritstj. Amanda D. Lotz, London: Routledge, 2009, bls. 94–113, hér bls. 95,
109 og bls. 105 vísun í Banner.
90 Bandarískt sjónvarpsáhorf: Pew Research Center, Biennial News Consumption Sur-
vey, ágúst 2008, www.pewinternet.org, sótt 5. september 2011. Tölur frá Bretlandi
og Þýskalandi sjá Nick Couldry, „Does “the Media” have a Future?“, European
Journal of Communication 4/2009, bls. 437–450, þar sem rætt er um ofcom, Comm-
unications Market Reports, hér frá árunum 2007 og 2008, og Ekkehardt oe[h]michen
og Christian Schröter, „Medienübergreifende Nutzungsmuster: Struktur- und
Funktionverschiebungen“, Media Perspektiven 2008, bls. 394–405. Um Danmörku:
Jakob Linaa Jensen, „old Wine in New Bottles: How the Internet Mostly Rein-
forces Existing Patterns of Political Participation and Citizenship“, grein framsett
á ICA-ráðstefnunni, Boston, 26.–30. maí 2011. Sjá www.media-citizenship.eu um
arabíska innflytjendur í Evrópu [Þýð.: Tengill er úreltur.]
91 Um Bandaríkin: Toby Miller, Television Studies: The Basics, London: Routledge,
2010, bls. 12–13; Michael Curtin, „Matrix Media“, 2009, bls. 13, og Lynn Spigel,
„Introduction“, Television After TV, ritstj. Lynn Spigel og Jan olsson, Durham,
NC: Duke University Press, 2004, bls. 1–34, hér bls. 1. Einnig John P. Robinson
og Steven Martin, „of Time and Television“, “The End of Television” Annals of the
American Academy of Political and Social Science 2009, ritstj. Elihu Katz og Paddy
Scannel, bls. 74–86, sem segja að sjónvarpsáhorf mælist næstum óbreytt milli
1975–2005. Um Bretland: ofcom, Communications Market Reports, 2007–2011. Um
Þýskaland: Medien Basisdaten, www.ard.de/intern/basisdaten/onlinenutzung, sótt
20. nóvember 2008 [Þýð.: Tengill er úreltur].
STAFRÆN MIðLUN Í LJÓSI FÉLAGSFRÆðINNAR