Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Side 363
362
Fyrir hvert tilvik þar sem dagskrárefni fær mest áhorf utandagskár á net-
inu (t.d. þáttur MTV-sjónvarpsstöðvarinnar The Hills) getum við fundið,
líkt og Toby Miller bendir á, annan þátt sem fleiri horfa á í hefðbundinni
útsendingu (t.d. bandarísku útgáfuna af The Office).92 Ein ástæða þessa er
hversu vel „takka“-sjónvarpið [e. „push“ television] fellur að þránni eftir því
að hlutir eigi sér stað á sama tíma: þörfin fyrir að viðhalda flæði hinnar
daglegu sápuóperu, fyrir að hafa eitthvað kunnuglegt í bakgrunninum við
hin vanabundnu heimilisstörf og fyrir að horfa á íþróttaviðburði í beinni
útsendingu en ekki bara lesa um þá.93 Þrátt fyrir drungalega spádóma um
hið gagnstæða verður sjónvarp líklega áfram helsti miðill almennings um
fyrirsjáanlega framtíð hvernig svo sem því verður miðlað og með hvers
kyns netvæddum viðbótum.94 Á þessu byggir breska fjarskiptaeftirlitið,
ofcom, stefnu sína. Þegar við Sonia Livingstone og Tim Markham kom-
umst árið 2006 að sömu niðurstöðu í rannsókn okkar „Public Connection“
vorum við samt sem áður að draga í efa viðtekna þekkingu!95
Það eru góðar ástæður fyrir því að fjölmiðlafár og raunveruleg notk-
un miðla samræmast ekki. Við getum auðveldlega misst af mikilvægum
dæmum um sambandsleysi, þar á meðal vali margra til að kaupa ekki eða
nota ekki tiltekna tækni, en þar er um að ræða svið sem hefur hingað
til verið vanrækt innan miðlunarrannsókna.96 Skýrslur um miðlun sem
byggðar eru á því nýjasta sem er í boði í miðlunarbúnaði gefa okkur mis-
92 Sjá, í þessari röð, Michael Curtin, „Matrix Media“, bls. 16, og Toby Miller,
Television Studies: The Basics, bls. 144.
93 Amanda D. Lotz, „Introduction“, bls. 9 og 2. Victoria E. Johnson, „Everything is
old Again: Sport TV, Innovation and Tradition for a Multi-Platform Era“, Beyond
Prime Time, ritstj. Amanda D. Lotz, London: Routledge, 2009, bls. 114–137.
94 Paddy Scannell, „The Dialectic of Time and Television“, “The End of Television?”
Annals of the American Academy of Political and Social Science 2009, ritstj. Elihu Katz
og Paddy Scannell, bls. 219–235. Göran Bolin, Value and the Media, Aldershot:
Ashgate, 2011, 5. kafli.
95 Nick Couldry, Sonia Livingstone og Tim Markham, Media Consumption and Public
Engagement, Basingstoke: Palgrave Macmillan, endurskoðuð kiljuútgáfa, 2010
(upprunalega útgáfan frá 2007), sjá einnig skýrslu okkar frá 2006 sem nálgast má
á www.publicconnection.org.uk.
96 Sally Wyatt, Graham Thomas og Tiziana Terranova, „“They Came, They Surfed,
They Went Back to the Beach”: Conceptualizing Use and Non-Use of the Int-
ernet“, Virtual Society, ritstj. Steve Woolgar, oxford: oxford University Press,
2002, bls. 71–92. Neil Selwyn, Stephen Gorard og John Furlong, „Whose Internet
is it Anyway? Exploring Adults’ (Non)Use of the Internet in Everyday Life“, New
Media & Society 1/2005, bls. 5–26.
NiCk CouldRy