Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 364
363
vísandi mynd af hraða þróunarinnar með því að gera lítið úr tregðunni sem
stafar af vana: Venjubundin hegðun er engin frétt. Jú, vissulega eru fleiri
að nota margskonar tegundir miðlunar samhliða nú á dögum og jú, getan
til þess að eiga í samskiptum við kunningja og ástvini með aðstoð mismun-
andi verkvanga er orðin mörgum sjálfsögð, bæði ríkum og fátækum. En
það getur verið erfitt að ráða við flækjustigið og nýjar leiðir til þess að ein-
falda notkun netmiðla eru einnig að verða almennar. Philip Napoli hefur
komið auga á vaxandi „heildarvæðingu“ internetsins þar sem stærstur hluti
athafna á netinu hverfist um nokkuð færri vefsíður en maður myndi ætla
að óreyndu.97 Ný tæki sem öðlast táknræna stöðu, líkt og „iPhone“-sím-
inn, einfalda snertiflöt okkar við hina margþættu miðlun. Á breiðari skiln-
ingi breytist notkun okkar á miðlum einungis vegna þess að miðlunartækni
sem notuð er í hversdagslegu samhengi blandast almennum venjum okkar,
þeim leiðum sem við förum til þess að „komast í gegnum daginn“. Afl
snjallsímaforrita („appa“) felst í getu þeirra til þess að steypa í nýtt mót þær
grundvallarvenjur okkar sem tengjast notkun á miðlum. Þetta getur haft
miklar afleiðingar með tilliti til valdaskipulagsins í víðari skilningi. Susan
Halpern orðar það svona: „Þegar „app“ hefur verið búið til fyrir allt þá
verður þetta „Apple“-vefurinn, ekki veraldarvefurinn“.98
Um þessar tengingar milli miðlanotkunar og heims er ekki hægt að spá
einungis frá sjónarhóli tækninnar. Þegar örar breytingar verða á snertiflöt-
um okkar við miðlun og á miðlanotkun er sérstaklega erfitt að átta sig á
slíkum samböndum eða sambandsleysi. Þekkt umfjöllun Raymond Williams
um tæknilegar rætur hins „hreyfanlega einkarýmis“ veitti einna fyrst innsýn
í þetta: Annars vegar er um að ræða aukinn hreyfanleika (varnings, fólks
og upplýsinga) sem varð mögulegur með hinu sjálfu sér næga „einka“rými,
heimilinu, þar sem horft var á sjónvarp og þaðan sem fólk keyrði á bílum
sínum, og hins vegar nýtilkomið sambandsleysi milli heimilisins og sameig-
inlegra almannarýma af eldra tagi. Nýjar pælingar um breytingar á fram-
97 Philip M. Napoli, „Hyperlinking and the Forces of “Massification”“, The Hyperl-
inked Society, ritstj. Joseph Turow og Lokman Tsui, Ann Arbor: University of
Michigan Press, 2008, bls. 56–69, hér bls. 60.
98 Sue Halpern, „The iPad Revolution“, New York Review of Books, 10. júní 2010, bls.
22–26, hér bls. 26. Berið saman við Tarleton Gillespie, „The Private Governance
of Digital Content, or how Apple Intends to offer You “Freedom from Porn”“,
fyrirlestur á ráðstefnunni Platform Politics, Anglia Ruskin University, 11.–13. maí
2011; Alison Powell, „openness and Enclosure in Mobile Internet Architecture“,
fyrirlestur á ráðstefnunni Platform Politics, Anglia Ruskin University, 11.–13. maí
2011, og Jonathan Zittrain, The Future of the Internet and How to Stop It.
STAFRÆN MIðLUN Í LJÓSI FÉLAGSFRÆðINNAR