Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 365
364
leiðslu miðlunarefnis – líkt og kenning ritstjóra Guardian, Alan Rusbridger,
um „gagnkvæmnisvæðingu“ [e. mutualization] frétta – segja oftar en ekki
meira um nýjar tengingar, ný sambönd, en um sambandsleysi.99
Siðir og venjur, sem snúa að notkun miðla, breytast í takt við breiðara
svið venja sem eru grundvöllur daglegra athafna okkar. Mikið er gert
úr notkun samfélagsmiðla í tengslum við pólitísk mótmæli, svo dæmi sé
tekið, en pólitísk umbrot eru slæmir vegvísar í leitinni að stærri breyt-
ingum, einmitt vegna þess að þau eru afbrigðileg. Afþreying og sú grund-
vallarþörf að „halda hlutum saman“ geta verið mun betri vegvísir. Ef sú
ábending Jonathan Crary er rétt að „kerfin sem halda athygli okkar“ (og
dreifa henni) í samfélögum okkar og menningarheimum taki breytingum
með tímanum þá kann tilfærslan yfir í áherslu á afþreyingu í alþjóðlegri
miðlun að vera stærsta breytingin sem nú á sér stað í notkun miðla frá degi
til dags.100 Þetta leiðir okkur að undirliggjandi óvissu um hagræna þætti
framleiðslu á miðlunarefni.
Er rekstrargrundvöllur miðlunar ennþá traustur?
Hagrænir þættir miðlunar eru ekki meginumfjöllunarefni okkar [hér] en
við getum ekki hunsað breytingar á rekstrargrundvelli miðlunar sem geta
mögulega haft áhrif á hvers konar miðlar geta þrifist og í hvaða formum.
99 Um einkavæðingu fjarskipta: Raymond Williams, Television: Technology and Cultural
Form, London: Fontana, 1992, bls. 26–31, og berið saman við Henri Lefebvre,
Everyday Life in the Modern World, London: Allen Lane, 1971, bls. 100–101. Um
gagnkvæmnisvæðingu [e. mutualization]: Alan Rusbridger, „First Read: The Mu-
tualized Future is Bright: But We Will Need Some Help – from Government and
others – to Get There“, 19. október 2009, www.cjr.org/reconstruction/the_mutu-
alized_future_is_brigh.php, sótt 9. júlí 2011, og berið saman við Jeff Jarvis, „The
Pro-am Approach to News Gathering“, Guardian, 22. október 2007; Axel Bruns,
Gatewatching, New York: Peter Lang, 2005, og Adrienne Russell, Networked. A
Contemporary History of News in Transition, Cambridge: Polity, 2011.
100 Toke H. Christensen og Inge Røpke, „Can Practice Theory Inspire Studies of ICTs
in Everyday Life?“, Theorising Media and Practice, ritstj. Birgit Bräuchler og John
Postill, New York/oxford: Berghahn Books, 2010, bls. 233–256. Jonathan Crary,
Suspension of Perception, Cambridge, MA: MIT Press, 1999, bls. 1. Um afþreying-
arslagsíðu [e. bias towards entertainment]: Graeme Turner, Ordinary People and the
Media, London: Sage, 2010; Daya Kishan Thussu, „Why Internationalize Media
Studies and How?“, Internationalizing Media Studies, ritstj. Daya Kishan Thussu,
London: Routledge, 2009, bls. 13–31, og nálgast má mikilvæga forsjón af þessum
hugmyndum hjá David Morley, „Finding out About the World from Television:
Some Problems“, Television and Common Knowledge, ritstj. Jostein Gripsrud, Lond-
on: Routledge, 1999, bls. 136–158.
NiCk CouldRy