Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 367
366
blaða „vöndulsins“ í aragrúa tengla mikil áskorun fyrir rekstur fréttaþjón-
ustu.105 Jafnframt þessu veltir Terhi Rantanen því fyrir sér hvort samfleytt
aðgengi okkar að fréttalegum „upplýsingum“, hvar sem við erum og hve-
nær sem er, geri það „erfiðara og erfiðara að láta almennar fréttaveitur
skila hagnaði“. Ef svo er, deyja þá afmarkaðir fréttapakkar nútímans út og
víkja fyrir óaðgreindum „nýjum sögum“ margra sögumanna, í einskonar
endurvakningu á þeim tíma sem ríkti fyrir tilkomu nútímalegra miðlunar-
stofnana? Á þessari stundu er algjörlega óvíst að nýjar styrkjaleiðir opnist
til að sporna gegn hnignandi rekstrargrundvelli dagblaða.106
Samt sem áður þróast auglýsingar í miðlum ekki í neina eina átt. Í mars
2011 tilkynnti breska fjarskiptaeftirlitið, ofcom, að hafin yrði rannsókn á
sjónvarpsauglýsingamarkaðnum í framhaldi af vexti hans á árinu 2010, en
slíkan vöxt má einnig sjá á alþjóðlegum sjónvarpsauglýsingamarkaði.107 Þá
er enn óvíst að hægt sé að finna almennt nýtilegt líkan fyrir auglýsingar á
netinu.
Hins vegar stuðla aðrir flóknari þættir að endurmótun á rekstrargrund-
velli miðlunar. Sífellt erfiðara verður að vita hverjir viðtakendur miðlunar
eru á stafrænni öld og það skapar vanda fyrir þá sem reyna að kaupa athygli
þeirra, auglýsendurna sem hafa alltaf verið drifkraftur í miðlaumhverf-
105 Eric Beecher, framlag í pallborðsumræðum, „Journalism Practice and the Changing
Newsroom“, á ráðstefnunni Journalism in the 21st Century, Melbourne University,
16.–17. júlí 2009, og Angela Phillips, „Transparency and the New Ethics of Journ-
alism“, Changing Journalism, ritstj. Peter Lee-Wright, Angela Phillips og Tamara
Witschge, London: Routledge, 2011, bls. 135–148.
106 Terhi Rantanen, When News Was New, bls. 129 og 132. Um óvissuþætti þegar kemur
að styrkjaleiðum: Paul Starr, „Goodbye to the Age of Newspapers (Hello to a New
Era of Corruption)“, bls. 10–12; Natalie Fenton (ritstj.), New media, Old News,
London: Sage, 2009; Michael Massing, „The News About the Internet“, New York
Review of Books, 13. ágúst 2009, og „A new horizon for the News“, New York Review
of Books, 24. september 2009; Richard Sambrook, Are Foreign Correspondents Red-
undant? The Changing Face of International News, oxford: Reuters Institute, 2010,
bls. 20–21, og Leah A. Lievrouw, Alternative and Activist New Media, Cambridge:
Polity, 2011, bls. 125–132.
107 Um sjónvarpsauglýsingar í Bretlandi: Tim Bradshaw, „Media watchdog to in-
vestigate “opaque“ TV advertising“, Financial Times, 17. mars 2011, og ofcom,
Communications Market Reports, hér frá árinu 2011. Fram til ágúst 2011 virtust töl-
urnar reyndar ekki eins einhlítar, Mark Sweney, „TV Advertising Still Needs an
X-factor“, Guardian, fjölmiðlasíðurnar, 29. ágúst 2011, og á hnattræna vísu, Adam
Thomas, „Global TV Advertising Market Looks Forward to Bumper 2012“, 2.
júní 2011, http://blogs.informatandm.com/, sótt 26. júlí 2011 [Þýð.: Tengill leiðir
ekki á réttan stað.]
NiCk CouldRy