Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Side 369
368
reyndar leiðir þetta okkur að annars konar óvissu, þ.e. breytingum á stöðu
miðla sem félagslegra stofnana.
Hvaða breytingar eru að verða á félagslegri/stjórnmálalegri
stöðu miðlunarstofnana?
Miðlunarstofnanir og raunar allir framleiðendur miðlunarefnis fást við
að búa til framsetningar: Þeir framsetja heima (mögulega, ímyndaða, eft-
irsóknarverða, raunverulega). Miðlun leggur fram staðhæfingar, beinar
eða óbeinar: eyðurnar og endurtekningarnar í framsetningum miðlunar
geta, ef þær eru nægilega markvissar, brenglað skynjun fólks á því hvað er
fyrir hendi í hinum félagslega og stjórnmálalega veruleik. Sjálf meginferli
aukinnar miðstýringar (efnahagslegrar, félagslegrar, stjórnmálalegrar og
menningarlegrar) hafa reitt sig á miðlun sem grunngerð samskipta.111 Í
magnaðri bók James Beniger, The Control Revolution, var að finna fróðlega
innsýn í „stjórnunarkreppuna“ í iðnvæddum samfélögum á miðri nítjándu
öld, t.d. Bandaríkjunum og Bretlandi, og hlutverkið sem framleiðsla á upp-
lýsingum og miðlunarefni gegndi við lausn þeirrar kreppu.112 Samþætting
miðlunarstofnana og félagslegs skipulags í nútímanum er ekki bundin við
Vesturlönd. Slík samþætting er þegar hafin, við mismunandi aðstæður í
hverju landi, í Indlandi, Kína, Íran og Brasilíu samtímans.
Það er sú staðreynd að miðlun sýnist hafa nauðsynlegu hlutverki að
gegna í hinum félagslega vef sem er undirliggjandi í því sem ég hef ann-
ars staðar nefnt „mýtuna um miðluðu miðjuna“.113 Ég segi „sýnist“ vegna
þess að aðrar sögulegar útskýringar koma alltaf til greina (sagan lýtur
engum lögmálum markhyggju, ólíkt því sem Hegel hélt fram). Nefna má
þá óvissu þróun sem varð til þess að tilteknar tækniaðferðir og uppfinn-
ingar öðluðust stöðu „miðla“ (sem Kittler afhjúpar snilldarlega), en einnig
þá djúptæku óvissu sem fylgir öllum ferlum „nútímavæðingar“ og auk-
innar „miðstýringar“.114 „Miðjur“ eru ekki nauðsynlegir þættir félagslegs
111 Berið saman við Susan J. Douglas, Inventing American Broadcasting 1899–1922, bls.
317, varðandi útvarpið í nútímanum.
112 James Beniger, The Control Revolution, Cambridge, MA: Harvard University Press,
1986.
113 Nákæmari umræða um þetta: Nick Couldry, Media Rituals: A Critical Approach,
London: Routledge, 2003, og Listening Beyond the Echoes, Boulder, Co: Paradigm,
2006.
114 Arjun Appadurai, Modernity at Large, Minneapolis: University of Minnesota Press,
1996. Aihwa ong, Neoliberalism as Exception, Durham, NC: Duke University Press,
2006.
NiCk CouldRy