Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Side 370
369
skipulags og það á enn síður við um „miðlaðar miðjur“: fremur er það svo
að eftir því sem tímar hafa liðið hefur smám saman komist skipulag á hlut-
ina með þeim afleiðingum að öllu vindur fram eins og þeir séu nauðsynlegir,
svo að notuð séu orð Pierre Bourdieu. Sjálf hugmynd okkar um „miðl-
ana“ [e. the media] er dæmi um þetta:115 Út frá ólíkum straumum margs-
konar miðlunar starfsemi spratt eitthvað eins almennt og goðsagnakennt
og „miðlarnir “. Þessari hugmynd er viðhaldið af hversdagslegum við-
horfum í ætt við félagslega nýtistefnu. Við getum ekki litið framhjá til-
raunum til þess að eigna sér eða tjá sig fyrir hönd félagslegs „skipulags“
sem hafa verið svo áberandi í orðræðu á sviði miðlunar, bæði í Evrópu og
Norður-Ameríku, eða sögulegum tilraunum til þess að þenja út vald rík-
isins í Afríku.116
En hvað ef breytt samverkun framleiðslu, neyslu og rekstrargrundvallar
miðlunar er farin að grafa undan mýtunni um hina miðluðu miðju? Hvað
ef sjálf hugmyndin um „miðlana“ er að falla inn í sjálfa sig vegna breyt-
inga á snertiflötum okkar við það sem við köllum „miðlun“? Hér, eins og
áður, er þessi umbreytingarverkun ekki tæknilegs eðlis sem slík: rökrétt
virðist að sá einkennandi eiginleiki internetsins að tengja saman svið sem
áður voru aðgreind (hugsið um YouTube) geri það auðveldara, en ekki erf-
iðara, að viðhalda „miðlunum“ sem almennri skírskotun. Breytingarnar
má rekja til þess hvernig möguleikar tækninnar blandast breiðari efna-
hagslegum, félagslegum og stjórnmálalegum kröftum. Greining Turow
á minnkandi áhuga miðlunarfyrirtækja á almennum viðtakendum leiðir
í ljós efnahagslega umbreytingarverkun. Ef nokkur almenn eftirspurn –
eftir tísku, tónlist og íþróttum – á að geta haldist meðal neytenda er hins
vegar nauðsynlegt að „miðlarnir“ sjái okkur fyrir almennum skírskotunum
sem við getum notað til þess að átta okkur á hvað er að gerast, hvað er í
tísku. Vissulega eru miðlunarfyrirtæki í sívaxandi mæli á höttunum eftir
því að skapa „umræðuefni fyrir kaffikrókinn“ sem knýr fjölda einstaklings-
notenda til þess að elta efni milli verkvanga svo að skapa megi tekjur í
115 Pierre Bourdieu, Outline of a Theory of Practice, Cambridge: Cambridge University
Press, 1977. Berið saman við Luc Boltanski, De la critique, Paris: Gallimard,
2009.
116 Brian Larkin, Signal and Noise: Media, Infrastructure and Urban Culture in Nigeria, 2.
kafli, sérstaklega bls. 66. Sjá einnig Debra Spitulnik, „Personal News and the Price
of Public Service: An Ethnographic Window into the Dynamics of Production and
Reception in Zambian State Radio“, The Anthropology of News and Journalism: Global
Perspectives, Bloomington, IN: Indiana University Press, 2010, bls. 182–193.
STAFRÆN MIðLUN Í LJÓSI FÉLAGSFRÆðINNAR