Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 373
372
tvöfaldi helix nýtist til þess að ýta undir almenna neyslu frétta. Þetta þýðir
þó ekki að samfélagsmiðlar geti ekki haft pólitískt hlutverk á átakatím-
um. Hins vegar eru tengsl miðlunarstofnana við „samfélagsmiðla“ ein leið
fyrir þær að viðhalda mikilvægi sínu í félagslegu samhengi, og það kemur
því ekki á óvart að tenglar í fréttir á samfélagsmiðlum eru fljótt magn-
aðir upp í meginstraumsmiðlum.125 Fátt bendir þó til þess nokkurs staðar
í heiminum að eftirspurn eftir útsendingum ríkisfjölmiðla fari hnignandi.
Ástæður fyrir áhorfi á ríkisrekna miðla geta verið margbrotnar eins og
þessi kínverski áhorfandi sannar: „við vitum að sjónvarpið sýnir okkur bara
það sem ríkisstjórnin vill að við sjáum en það þýðir ekki að það sé ekki þess
virði að horfa á það … ég get alltaf farið á internetið ef ég vil fá annað sjón-
arhorn.“126 En þessar ástæður hverfa ekki.
Í víðara samhengi eru tengsl miðlunar við „hið félagslega“ samofin
örlögum innanríkisstjórnmála , raunar allri pólitík. Það er núna alkunn
speki í stjórnmálafræði að stjórnmál eru fyrst og fremst miðlun, svo að
myndin sem miðlar draga upp af stjórnmálum er ekki bara „enn ein“ frá-
sögnin: hún felur í sér ábyrgð á rými birtingarmynda samtímastjórnmála.127
Ríki hafa ekki horfið. Raunar hafa þau fremur sótt í sig veðrið á sviði
samfélagslegs eftirlits og landamæravörslu.128 Stjórnvöld verða að skipta
umer Agency“, The Handbook of Media Audiences, ritstj. Virginia Nightingale,
Malden, MA: Wiley-Blackwell, 2011, bls. 269–285. Um nálægð samfélagsmiðla
við fjármagn: John Palfrey and Urs Gasser, Born Digital, bls. 268, og David Beer,
„Social Network(ing) Sites … Revisiting the Story So Far“, Journal of Computer-
Mediated Communication 2/2008, bls. 516–529, sem gagnrýnir Danah M. Boyd og
Nicole B. Ellison, „Social Network Sites: Definition, History and Scholarship“,
Journal of Computer-Mediated Communication 1/2008, bls. 210–230.
125 [Þýð.: Hér er felldur út texti þar sem Couldry bendir á frekari umfjöllun um þetta
efni í 5. kafla bókar sinnar sem þessi grein er inngangskafli að.]
126 Um ríkisrekna miðla: Graeme Turner, „Television and the Nation: Does this
Matter Anymore?“, Television Studies After TV, ritstj. Gr. Turner og Jinna Tay,
London: Routledge, bls. 54–64, hér bls. 62. Kínverskur áhorfandi: Vísun úr Wann-
ing Sun og Yuezhi Zhao, „Television Culture with “Chinese Characteristics”: The
Politics of Compassion and Education“, Television Studies After TV, ritstj. Graeme
Turner og Jinna Tay, London: Routledge, 2009, bls. 96–104, hér bls. 97.
127 Thomas Meyer, Media Democracy, Cambridge: Polity, 2003, og John Thompson,
Political Scandals, Cambridge: Polity, 2001. Um „rými birtingarmynda“: Arendt,
1960 [Þýð: Þessa heimild vantar í heimildaskrá. Líklegast ætlar Couldry hér að vísa
til Hannah Arendt, The Human Condition, Chicago: University of Chicago Press,
1958.]
128 Saskia Sassen, Territory Authority Rights, Princeton: Princeton University Press,
2006. Bryan S. Turner, „The Enclave Society: Towards A Sociology of Immobi-
lity“, European Journal of Social Theory 2/2007, bls. 287–303.
NiCk CouldRy