Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Qupperneq 374
373
sér á virkan hátt af örlögum „miðlanna“ og það skýrir viðleitni þeirra til
að virkja nýja kjósendur á samfélagsmiðlasíðum sem varð fyrst áberandi í
notkun obama Bandaríkjaforseta á slíkum síðum í kosningaherferðinni
árið 2008. En hér leita saman undirliggjandi hagsmunir stórra stjórnmála-
stofnana og stórra miðlunarstofnana af því að viðhalda valdi sínu með því
að byggja upp miðlaða miðju. Fréttamiðlarnir Guardian og BBC töldu sér
hag í að vista myndbönd frá mótmælum í kringum G20-leiðtogafundinn
í London 1. apríl 2009 og þar með einnig myndbönd sem gengu gegn
frásögn lögreglunnar um banvæna viðureign hennar við sjónarvottinn Ian
Tomlinson. Þegar miðlunarfyrirtæki nýta sér efni sem notendur hafa fram-
leitt til þess að styrkja sína eigin stöðu sem leiðandi sögumanna samfélags-
ins er það endurtekning, í nýju samhengi, á tækni sem Barbie Zelizer veitti
fyrst athygli í sjónvarpsumfjöllun um morðið á John F. Kennedy og eft-
irleik þess. Í stuttri frétt á vefsíðu BBC um byltinguna í Egyptalandi sagði:
„samfélagsmiðlar hafa leikið lykilhlutverk í ólgunni sem nú er í landinu og
fólk hefur verið að senda skilaboð sín til BBC.“129
Ef miðlaðri miðju verður viðhaldið getur það orðið á kostnað stjórn-
málanna á þann hátt að afþreyingin kippi þeim úr sambandi við sinn eig-
inn kjarna, en það væri í samræmi við þá almennari staðhæfingu Douglas
Kellner að „afþreyingin móti öll svið lífsins, allt frá internetinu til stjórn-
mála.“130 Þessi sterka staða afþreyingarefnisins (sem krefst minni fjárfest-
ingar en rannsóknarblaðamennska) kemur sér vel fyrir rekstrargrundvöll
veikburða miðlunarstofnana en getur fallið að margs konar pólitísku-
samhengi og aðstæðum: samkeppni þjóðarbrota í gömlu Júgóslavíu eftir
að sósíalísk stjórn fór frá, blendingi sósíalisma og markaðsskipulags í
Kína, hinu brothætta lýðræðisskipulagi Filipseyja. og stundum, líkt og í
Arabaheimi dagsins í dag eða í Bandaríkjunum á tíma George W. Bush,
getur afþreying verið skilvirkasta leiðin til þess að koma á framfæri við-
horfum og spurningum sem ögra orðræðu hefðarinnar og elítunnar.131
129 Barbie Zelizer, Covering the Body: The Kennedy Assassination, the Media and the Shap-
ing of Collective Memory, Chicago: Chicago University Press, 1993. Stutt frétt: www.
bbc.co.uk, 11. febrúar 2011 (skáletrun mín).
130 Douglas Kellner, Media Spectacle, London: Routledge, 2003, bls. 12. Berið saman
Brian McNair, Cultural Chaos, London: Routledge, 2006; Kristina Riegert (ritstj.),
Politicotainment, New York: Peter Lang, 2007, og Anikó Imre, Identity Games, Cam-
bridge, MA: MIT Press, 2009. Graeme Turner, Ordinary People and the Media, bls.
22.
131 Um lönd sem áður tilheyrðu Júgóslavíu: Zala Volcic, „Television in the Balkans:
The Rise of Commercial Nationalism“, Television Studies After TV, ritstj. Graeme
STAFRÆN MIðLUN Í LJÓSI FÉLAGSFRÆðINNAR