Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Side 375
374
öllum þessum spurningum um félagslegt aðdráttarafl miðlunarstofn-
ana tengjast víðtækari óvissuþættir sem snúa að kvarða.
Á hvaða kvarða koma áhrif miðlunar fram?
Einhverjar mikilvægustu afleiðingar, sem rekja má til miðlunar, eru þær
sem meta má á samfélagslegan, efnahagslegan og stjórnmálalegan kvarða:
kvarðann sem svarar til framsetninga miðla á rýmum og stöðum132 og
kvarðann sem virkjast við dreifingu miðlunar og miðlaðra sambanda í
rými, og athyglinni verður beint að hér.
Miðlun er ferli í rými. Sökum þess að miðlunaraðgerðir „í rými“ gera
kleift að koma skipan á efni og samskipti skapa þær rými „í miðlun“. Þetta
er það sem Manuel Castell nefnir „flæðirými.“ 133 Miðlun gerir kleift að
samhæfa samfélagsleg, efnahagsleg og stjórnmálaleg ferli á stórum kvarða.
Miðlun breytir því bókstaflega á hvaða kvarða við getum í raun talað
um samfélög yfirleitt en skapar á sama tíma ójöfnuð í þessu ferli (umfram
allt ójöfnuð með tilliti til sýnileika).134 Í gegnum miðlun upplifum við
okkur sem hluta af heimi, frammi fyrir sjóndeildarhring heimsviðburða;
í gegnum miðlun er kapítalisma einnig viðhaldið á hnattrænan kvarða
Turner og Jinna Tay, London: Routledge, 2009, bls. 115–124. Um Kína: Wann-
ing Sun og Yuezhi Zhao, „Television Culture with “Chinese Characteristics”: The
Politics of Compassion and Education“. Um Filipseyjar: Jose B. Capino, „Soothsa-
yers, Politicians, Lesbian Scribes: The Philippino Movie Talk Show“, Planet TV:
A Global Television Reader, ritstj. Lisa Parks og Shanti Kumar, New York: oxford
University Press, 2003, bls. 262–274. Um Arabaheiminn: Marwan M. Kraidy og
Joe F. Khalil, Arab Television Industries, bls. 33. Um Bandaríkin: Geoffrey Baym,
„The Daily Show: Discursive Integration and the Reinvention of Political Journ-
alism“, Political Communication 2005, bls. 259–276, og stór ný rannsókn Michael
X. Delli Carpini og Bruce A. Williams, After the Broadcast News, Cambridge: Cam-
bridge University Press, 2011.
132 [Þýð.: Hér er felldur út texti þar sem Couldry bendir á frekari umfjöllun í 4. kafla
bókar sinnar sem þessi grein er inngangskafli að.]
133 Manuel Castells, The Rise of the Network Society, oxford: Blackwell, 1996. Frekar
um greinarmuninn á „miðlunaraðgerðum í rými“ (ummerki um samskipti) og „rými
í miðlun“ (skipan samskiptamiðlunar): Paul C. Adams, Geographies of Media and
Communication, Malden, MA: Wiley-Blackwell, 2009, bls. 1–2.
134 Anthony Giddens, The Consequences of Modernity, bls. 14, og sjá einnig landfræðileg-
ar athuganir á hvernig ójöfnuður er felldur inn í kvarða: Doreen Massey, Space,
Place and Gender, Cambridge: Polity, 1994, 6. kafli; Donald G. Janelle, „Global
Interdependence and its Consequences“, Collapsing Space and Time, ritstj. Stanley
D. Brunn og Thomas R. Leinbach, London: Harper Collins, 1991, bls. 49–81, og
Neil Smith, „Homeless/Global“, Mapping the Futures, ritstj. John Bird og fleiri,
London: Routledge, 1993, bls. 92–107.
NiCk CouldRy