Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 376
375
og þannig geta skapast færi á nýrri alþjóðlegri uppreisn gegn auðvald-
inu.135 Alþjóðavæðingin sjálf dylur samt flækjustigið talsvert: samkvæmt
helstu rannsakendum alþjóðavæðingar eru aðaleinkenni hennar „umfang
netkerfa“ [e. extensity of networks] og „tengslaþéttleiki“ [e. intensity of int-
erconnectedness], en slík einkenni hafa alltaf í för með sér að sumir aðrir
staðir njóta minna umfangs og færri tenginga.136
Menn hafa lengi undrast hversu ríkan þátt miðlun á í því að breyta
félagslegum kvörðum. Snemma á tuttugustu öld var það dagblaðið sem
vakti undrun hjá Gabriel Tarde: „jafnvel þótt bókin væri þess eðlis að
allir sem hana lásu … fyndu til textafræðilegrar samsömunar varpaði hún
ekki ljósi á samtímaspurningar sem vakið gætu áhuga allra á sama tíma
… það er dagblaðið sem kyndir undir þjóðlífinu og hrærir upp í samein-
uðum hreyfingum huga og vilja.“137 En mælikvarðarnir, sem miðlun mót-
aði snemma á tuttugustu öld, voru mjög ólíkir þeim sem við höfum í dag.
okkur veitist núna erfitt að skilja tilfinningar pólska rithöfundarins Bruno
Schulz sem fram koma í bréfi sem hann ritaði vini sínum í mars 1938, um
það leyti sem Þjóðverjar réðust inn í Austurríki í hinum örlagaríka aðdrag-
anda síðari heimstyrjaldarinnar:
Þú mátt ekki reiðast mér þó að ég hafi ekki svarað þér strax.
Fjarlægðin veldur því að hið ritaða orð virðist of veikt, óskilvirkt
og kraftlaust til þess að ná marki sínu. og markið sjálft, manneskjan
sem fær orð okkar við enda vegarins gegnum rýmið, virðist einungis
hálf-raunveruleg, tilvist hennar óviss, eins og persóna í skáldsögu.
Þetta aftrar skriftum, rænir þær tengingunni við líðandi stund, veld-
ur því að þær virðast – frammi fyrir framrás raunveruleikans allt í
kring – … aðeins látalæti sem vart geti haft nokkur áhrif.138
135 Ulrich Beck, What is Globalization?, oxford: Blackwell, 2000, bls. 11–12, berið
saman við John Urry, Sociology Beyond Societies, bls. 183. Michael Hardt og Antonio
Negri, Empire, Cambridge, MA: Harvard University Press, 2000, bls. 347–348,
berið saman við bls. 58.
136 David Held, Anthony G. McGrew, David Goldblatt og Jonathan Perraton, Global
Transformation, Cambridge: Polity, 1999, bls. 15–17.
137 Gabriel Tarde, Communication and Social Opinion, Chicago: Chicago University
Press, 1969 [1922], bls. 306–307.
138 Úr Jerzy Ficowski (ritstj.), Letters and Drawings of Bruno Schulz with Selected Prose,
New York: Fromm, 1990, bls. 179.
STAFRÆN MIðLUN Í LJÓSI FÉLAGSFRÆðINNAR