Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Side 378
377
Alþjóðavæðing miðlunarstrauma eykur á innra flækjustig þess sem ger-
ist „innanlands“ og flækjustig orsakasamhengisins sem stýrir samverkun
stjórnmála og menningar innanlands og á alþjóðavettvangi. En það er
rangt að líta á slíkar breytingar sem afleiðingu af því að rýmið sé fallið
brott.143 Allt rými, hversu samtengt sem það er, hefur „áferð“ ([e. texture]
hugtak André Jansson): Skipulagsmynstur og stigveldi sem eru byggð á
félagslegum framsetningun og grafa undan hugmyndum um lífið í sam-
tímanum sem „fljótandi“ eða „frjálst flæðandi“.144 Dreiflægt tengslakerfi
vefsins þýðir ekki heldur að áhrif internetsins séu ekki lengur háð sam-
bandinu milli staðar og menningar.145 Eins og Saskia Sassen bendir á eru
ferli sem virðast leiða til „upplausnar efnisheimsins“ háð „efnislegum skil-
yrðum“, og þessi skilyrði eru breytileg eftir landsvæðum og valdakerfum.
Þar af leiðandi hefur miðlun ekki þau áhrif að kvarðar raðist ekki lengur
í stigveldi heldur miklu fremur þau að stuðla að endurkvörðun. Miðlun,
svo og yfirstandandi átök um mýtuna um hina miðluðu miðju, eru hluti
af því sem Sassen nefnir „mikinn fjölda takmarkaðra vísandi reglukerfa“
[e. multiple partial normative orders] í alþjóðavæddum heimi. Jafnframt er
landsbundin miðlun ráðandi þegar litið er til hlutfalls af neyslu fólks.146
Tengsl miðlunar við kvarða varða tiltekið svið félagsfræða sem hingað
til hefur að mestu verið utan við umfjöllun um miðlun: Kenninguna um
gerendanet [GNK, e. ANT; Actor-Network Theory]. GNK varð til upp úr
félagsfræði vísinda og þjóðlýsinga í kjölfar gruns um lýsandi málnotkun
sem fengin er í arf og staðfasta trú á mótanleika mannlegra athafna. Ef við
skoðum fyrstu tvo áratugi GNK þá hafnaði Latour öllum hlutum nafns-
ins („gerandi“, „net“, „kenning“ og bandstrikinu [í enska heitinu]!) og
143 Fullyrðingar um slíkt eiga sér viðamikla sögu, sjá um ritsímann: Patrice Flichy,
Dynamics of Modern Communication, London: Sage, 1994, bls. 9.
144 Andre Jansson, „Textual Analysis: Mediatizing Mediaspace“, Geographies of Comm-
unication, ritstj. Jasper Falkheimer og Andre Jansson, Göteborg: Nordicom, 2006,
bls. 87–103, hér bls. 100, ræðir Zygmunt Bauman, Liquid Modernity, Cambridge:
Polity, 2000. Berið saman við Danilo Martuccelli, La consistance du social, Rennes:
Rennes University Press, 2005, bls. 46–49, 55.
145 [Þýð.: Hér er dregin sú ályktun að „derritorialized“ í frumtexta sé misritun fyrir
„deterritorialized“. Svo í frumtexta, bls. 27, „[...] that the internet’s effects are
derritorialized.“]
146 Um rafvæðingu efnislegra hluta: Mark Poster, Information Please, Durham, NC:
Duke University Press, 2006, bls. 78. Saskia Sassen, Territory Authority Rights, um
efnislegar aðstæður á bls. 344, stærðarbreytingar á bls. 310 og vísandi reglukerfi á
bls. 10. Um landsbundna miðlun: Jeremy Tunstall, The Media Were American, New
York: oxford University Press, 2008, bls. xiv.
STAFRÆN MIðLUN Í LJÓSI FÉLAGSFRÆðINNAR