Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 382
381
Tvær aðrar reglur tengjast þessari. önnur er að miðlunarrannsóknir
verða að greina miðlun sem iðkun sem síbreytilega samstæðu þess sem fólk
tekur sér fyrir hendur í heiminum. Heimurinn er ekki texti heldur gríð-
armikil samstæða samofinna iðkana og úrræða, að meðtalinni þeirri iðkun
sem snýr að gerð texta og túlkun þeirra; það er afar misráðið að lesa hinn
félagslega heim líkt og hann væri texti.156 Að átta sig á þessu var helsta
framlag viðtökufræði og tæknifræða til stærra samhengis félagsvísinda á
níunda áratugnum. Án þess sem Claude Fischer nefndi „leitaraðferðir not-
enda“ [e. user heuristic] hefði verið hætt við að umfjöllun um tækniþróun
yrði einfaldlega endurtekning á fullyrðingum úr markaðsetningu sjálfrar
tækninnar.157
Þriðja reglan, en hún krefst flóknari útskýringa, er efnislegt eðli fram-
setninga. Framsetningar skipta máli. Framsetningar eru efnislegur vett-
vangur valdbeitingar og átaka um vald. Á sem einfaldastan hátt má segja
að skynjun okkar á „því sem er til“ sé alltaf afleiðing félagslegra og stjórn-
málalegra átaka, á svæði þar sem valdi hefur verið beitt.158 En það er erf-
itt að ná utan um þetta að fullu í tengslum við miðlun: Af því að hlutverk
miðlunarstofnana er að segja okkur „hvað sé til“ – eða í það minnsta hvað
sé til sem er „nýtt“. Það sem miðlun gerir er að breiða yfir margvísleg
hversdagsleg tengsl sín inni á þessu svæði valdsins. Markmið miðlunar
er að veita athygli fjöldans í ákveðna átt að almennum svæðum félags-
legrar og stjórnmálalegrar þekkingar. Staða miðlunarstofnana sem miðja
athyglinnar í nútímasamfélögum er afleiðing langrar sögu stofnanaátaka
sem fara vaxandi, ekki minnkandi, á tímum stafrænnar miðlunar. Það er
grundvallaratriði að afbyggja það sem virðist vera náttúruleg skipan miðl-
unar í samfélögum samtímans. Raymond Williams orðaði valkosti okkar
vel: „það er ómögulegt að spyrja hinar raunverulegu spurningar um hvort
156 Mannfræðingurinn Henrietta Moore, Space, Text and Gender, Cambridge: Cam-
bridge University Press, 1986, bls. 116, segir að rými sé ekki texti – „skipulag rýmis
endurspeglar ekki nákvæmlega táknkerfi menningar. Það er umfram allt samhengi
sem verður til samhliða venjum.“
157 Claude S. Fischer, America Calling, bls. 17 og 85.
158 Hér er ég fyrst og fremst að hugsa um efnislegt eðli þess hvernig framsetningar
verða virkar í viðtökum. Annað mikilvægt atriði er efnislegt eðli og ójöfn dreifing
ferlanna sem ráða tilurð og dreifingu á framsetningum miðlunar: oliver Boyd-Bar-
rett og Terhi Rantanen (ritstj.), The Globalization of News, London: Sage, 1998, og
Lisa Ann Parks, Cultures in Orbit: Satellites and the Televisual, Durham, NC: Duke
University Press, 2005.
STAFRÆN MIðLUN Í LJÓSI FÉLAGSFRÆðINNAR