Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 383
382
hið félagslega skipulag þjóni í raun þörfum okkar þegar félagsleg hugsun
okkar byggir á þeirri ályktun að leggja verði þá skipan til grundvallar.“159
Í stað þess að byrja á því að kanna miðlunina, samfélagið og heiminn út
frá gefnum „staðreyndum“ um að miðlun færi okkur heiminn eins og hann
er, kýs ég að fylgja fordæmi Luc Boltanski og horfast í augu við slíkar full-
yrðingar um miðlun sem sérstaka og samfleytta stofnanalega smíði sem hefur
áhrif og afleiðingar sem nauðsynlegt er að fletta ofan af án afláts: Þetta er
það sem ég nefndi áður „mýtuna um hina miðluðu miðju“.160 Við þurfum
efnislega umfjöllun um hvernig slík félagsleg smíði virkar og er þá nauð-
synlegt að byrja á margþættri félagslegri verufræði en vera einnig vakandi
fyrir þeim aðferðum sem nota má, í reynd, til þess að minnka hinn marg-
þætta félagslega heim, og eru sem slíkar lykilform valds. Í andstöðu við
fyrri skilning (marxískan, lacanískan) á hugmyndafræði reiðir þessi rök-
semd sig ekki á að raunverulega sé til ein undirbygging hugmyndafræði,
þrár eða hvatar, hvað þá að til sé ríkulegur stofnanalegur umræðuvett-
vangur („miðlarnir“). Yfirráð eru margþætt, þau búa yfir efnahagslegri en
alltaf að auki táknfræðilegri vídd, eða því sem Boltanski nefnir „sviðið sem
ákvarðar það sem er“ (fr. le champ de détermination de ce qui est). Í félagslegri
greiningu ljær þetta sérstakt mikilvægi „tólum sem safna saman því sem er
og framsetja það eða að minnsta kosti það sem gera má ráð fyrir að skipti
máli fyrir samsafnið“: Þetta eru stofnanirnar sem móta „hvernig málum er
háttað í því sem er“ (ce qu’il en est de ce qui est).161 Svo að Boltanski afhjúp-
ar, án þess að nefna sérstaklega miðlunarstofnanir, af hverju gagnrýninn
skilningur á miðlun er nauðsynlegur fyrir hvers konar skilning á félags-
legum heim samtímans.
Þar eð þessi leið til að nálgast miðlun miðast við viðfangsefni félags-
fræðinnar er með henni sneitt hjá „miðlunarmiðuninni“ [e. mediacentrism]
sem oft er talin skapa hættu í miðlunarrannsóknum.162 Hún leggur einnig
159 Raymond Williams, The Long Revolution, Harmondsworth: Penguin 1961, bls.
123.
160 Nick Couldry, Media Rituals og Listening Beyond the Echoes.
161 Luc Boltanski, On Critique, Cambridge: Polity 2011, bls. 9, 34 og xi og í franskri
frumútgáfu bókarinnar, De la critique, bls. 26, 61 og 13 – þýðingin á textanum af
bls. 61 sem hér birtist er með smávægilegum breytingum mínum.
162 Andreas Hepp, „Researching „Mediatised Worlds“: Non-Mediacentric Media and
Communication Research as a Challenge“, bls. 42–43, og sjá fyrir þann tíma Jesus
Martin-Barbero, Communication, Culture and Hegemony, London: Sage, 1993; Nick
Couldry, Listening Beyond the Echoes, bls. 13–15; David Morley, Media Modernity
and Technology: The Geography of the New, London: Routledge, 2007, bls. 200, og
James Curran, Media and Power, London: Routledge, 2002, bls. 53.
NiCk CouldRy