Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Side 384
383
út af afmörkuðu svæði innan félagsfræðinnar sjálfrar. Með því að leggja
áherslu á hlutverk framsetninga í tilraunum til skipulagningar á hinum
félagslega heim tekst með þessari nálgun að hafna nýlegum viðsnúningi
gegn framsetningum í félagsfræði. Þó að hafa megi gagn af ýmsum þáttum
„and-framsetningarfræða“ (áherslu þeirra á leikinn, forskynjaða hluti og
fjölbreytileika iðkunar [sjá frekari umfjöllun í bók minni Media, Society,
World: Social Theory and Digital Media Practice]) er grunnviðhorf þeirra
– að líta framhjá og gera lítið úr athöfnum sem skapa framsetningar og
efni þeirra (e. representational acts and contents) – til afar lítils gagns fyrir
rannsóknir á miðlun. Þegar Nigel Thrift, helsti kennismiður „and-fram-
setningarfræða“, ræðir um miðlun gerir hann það einungis með tilliti
til áhrifa og tilfinningalegrar hleðslu:163 hvað með fréttir? Þetta viðhorf
er engin tilviljun heldur sprettur það af þeirri trú að „útlínur og inntak
þess sem gerist breytist stöðugt“, svo að „það er ekki um neina stöðuga
„mannlega“ reynslu að ræða“ og mannlega „skynjun“ verður að framlengja
linnulaust.164 Samt sem áður er þessi róttæka umbreyting á miðlafræði í
andstöðu við raunverulegt framlag valdsins til þess að festa í sessi fram-
setningar á „því sem er“. Raunar er það svo, að rétt eins og gerendanets-
kenningin sem and-framsetningarfræði fylgja náið, geta þessi fræði engar
útskýringar gefið á því hvernig inntak og túlkun framsetninga verða hluti
af heiminum.165
163 Nigel Thrift, Non-Representational Theory, bls. 183–184, 242 og 250. Berið saman
við Jussi Parikka, Insect Media: An Archaeology of Animals and Technology, Minneapol-
is: University of Minnesota Press, 2010.
164 Nigel Thrift, Non-Representational Theory, bls. 2. Aðrir höfundar undir áhrifum
Gilles Deleuze ganga jafnvel lengra og leysa öll ferli og öll viðfangsefni upp í
hreina „íveru“ [e. immanence], Jussi Parikka, Insect Media: An Archaeology of Ani-
mals and Technology bls. 234, 31. nmgr. Slíkri afstöðu andmælir Nigel Thrift, Non-
Representational Theory, bls. 13 og 17, með réttu. Hjá Parikka er að finna umfjöllun
um hvernig miðlun getur af sér „heima“ sem fela ekki í sér framsetningu af neinu
tagi, og reiðir hann sig á umfjöllun um „áhrif“ sem þrátt fyrir afar nákvæmar útskýr-
ingar segir ekkert um hvernig miðlunarefni hafa þýðingu í heiminum. Sjá einnig
um „yfirskilvitlega raunhyggju“ Deleuze: Patricia Ticineto Clough, „The New
Empiricism: Affect and Sociological Method“, European Journal of Social Theory
1/2009, bls. 43–61.
165 Nick Couldry, „Form and Power in an Age of Continuous Spectacle“, Media and
Social Theory, ritstj. David Hesmondhalgh og Jason Toynbee, London: Routledge,
2008, bls. 161–176, sem hefur að geyma gagnrýni á Bruno Latour, Reassembling the
Social, oxford: oxford University Press, 2005, og Hubert Knoblauch, „Comm-
unication Culture, Communicative Action and Mediatization“, framsöguræða á
ráðstefnunni Mediatized Worlds, University of Bremen, 14.–15. apríl 2011. Undan-
STAFRÆN MIðLUN Í LJÓSI FÉLAGSFRÆðINNAR