Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 385
384
Á bakvið þessa höfnun á framsetningum, sem virðist svo skringileg,
liggur mikilvæg deila um reynsluvísindagrunn [e. empirical basis] félags-
fræðinnar. Í bestu greiningunni á þessari deilu færir Scott Lash rök fyrir
því að félagsfræði ætti að snúa sér frá „rökhyggju“ klassískrar félagsfræði –
sem grundvölluð er, með hugtökum Kants, á fyrirframgefnum hugtökum
reynsluvísinda (einkum hugmynd Durkheim um félagslegar „staðreyndir“
á borð við tengslin sem við skynjum sem undirstöðu félagslegs veruleika á
þeim stundum þegar við komum saman í stórum hópum) – og snúa okkur
heldur að annarri tegund reynsluvísinda: reynsluvísindum sem byggjast
á eftirágefnum hugtökum sem skilgreina „félagslega ferla [sem] sjaldnast
haldast eins nógu lengi til þess að verða að „staðreyndum““. Valið sem
Lash sér fyrir sér er skýrt afmarkað: gamla félagsfræðin sem spyr „hvernig
er [félagslegt] skipulag mögulegt?“ eða ný nálgun sem spyr einfaldlega
„hvað er þetta félagslega dót sem við upplifum?“166 Lash telur að samþætt-
ing okkar við tæknivædd kerfi þýði að „það sé enginn tími, ekkert rými …
fyrir sjálfskoðun“ og endurspeglun eða framsetningu sé þar með ekki ætlað
neitt hlutverk innan félagslegrar verufræði okkar. Í augum Lash er raun-
ar „tvíhyggjan milli þekkingarfræði og verufræði fallin saman í róttæka
einhyggju tækninnar.“167 Mín eigin áhersla á mýtu hinnar miðluðu miðju á
sameiginlega með Lash efahyggju um meðfætt tungumál félagslegs skipu-
lags en greinir sig einnig frá kenningu hans á mikilvægan hátt. Jafnvel
þótt ekkert náttúrulegt félagslegt skipulag sé til sem snýst um félagslegar
„miðjur“ eins og þjóðir halda kerfisbundnar tilraunir til þess að skipu-
leggja hið félagslega áfram og skila árangri: ekki er allt í óreiðu. Félagsleg
nýtistefna – sú afstaða að hinn félagslegi heimur sé skipulagður í öllum
atriðum og að allir hlutar hans séu fullkomlega háðir hver öðrum eins og
hlutar líkama eða lífveru – er enn mikilvægt afl innan hins félagslega og
tekningu má finna hjá Andrew Barry, Political Machines, 7. kafli, pælingar varðandi
hlutverk tækni í stjórnmálum sem viðurkenna hlutverk tæknilegra „upplýsinga“
fyrir regluverkið og stjórnvaldið.
166 Scott Lash, „Afterword: In Praise of the A Posteriori: Sociology and the Emp-
irical“, European Journal of Social Theory 1/2009, bls. 178. Berið saman við Mike
Savage, „Contemporary Sociology and the Challenge of Descriptive Assemblage“,
European Journal of Social Theory 1/2009, bls. 157 og 163–164. Sjá frekar þetta til-
tekna tölublað af European Journal of Social Theory 1/2009.
167 Scott Lash, Critique of Information, bls. 18 og 16.
NiCk CouldRy