Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 386
385
ber (þótt kaldhæðnislegt sé) merki fyrri orðræðna félagsfræðinnar!168 Þar
sem miðlunarstofnanir eru virkar í að kynna – og raunar framsetja – það
hlutverk sitt í slíku skipulagi sem litið er á sem náttúrulegt skortir þá miðl-
unarfræði nauðsynlegt verkfæri sem hunsar slíka afstöðu.169
Það sem við veljum að gera innan félagsfræði hefur þannig áhrif á hvort
við höfum eða höfum ekki verkfærin til þess að skilja hvað miðlun gerir í
heiminum, sérstaklega á tímum mikilla og margþættra breytinga. [Hér]
er gengið út frá þeirri sýn að hið félagslega sé margþætt en ekki heild-
rænt. Með því er hlutverk miðlunar og annarrar tækni í uppbyggingu hins
félagslega170 í verki viðurkennt, en einnig hlutverk félagslegra framsetn-
inga sem verða til með hjálp tækninnar. Hreyfanleiki iðkunar og fljótandi
eðli hennar nær sannarlega lengra en tilraunir ríkisstjórna, stofnana og
félagsfræðinga til þess að leggja á hana skipulag, en iðkunin sjálf reiðir sig á
ferli skipulagningar og flokkunar (sem miðlun á sinn þátt í). Hversdagslegt
líf er ekki rými sem er gjörsamlega ímyndað eins og ætla mætti af sumum
nýlegum kenningum.171 Þegar allt kemur til alls er þetta það sem ég á við
með orðunum „félagslega miðuð miðlunarfræði“: Ég vil taka alvarlega
hið félagslega sem svæði fyrir efnisleg höft og möguleika, svo og hlutverk
miðlunar í uppbyggingu þess. Þetta er lykilregla sem hafa þarf hugfasta er
við tökum að skoða [betur]172 þá gríðarlegu fjölbreytni sem einkennir líf
mismunandi þjóða með miðlun.
168 Félagsfræðileg útskýring á löngu skilgreindu vandamáli nýtistefnunnar má finna
hjá Steven Lukes, „Political Ritual and Social Integration“, Sociology 1975, bls. 289-
305. Um hlutverk félagsfræðilegra útskýringa í dagsdaglegu félagslegu skipulagi:
Luc Boltanski, De la critique, bls. 44.
169 Heimspekilegur grundvöllur nálgunar minnar á framsetningu innan gagnrýnn-
ar raunsæisstefnu: Nick Couldry, „Form and Power in an Age of Continuous
Spectacle“. Berið saman við Downey, „Recognition and the Renewal of Ideology
Critique“, Media and Social Theory, ritstj. David Hesmondhalgh og Jason Toynbee,
London: Routledge, 2008, bls. 59–74. öflug gagnrýni á félagslega mótunarhyggju
sem hverfist um staðreyndir sem gagnrýnin raunsæisstefna er andsnúin: Paul
Boghossian, Fear of Knowledge: Against Relativism and Constructivism, oxford: ox-
ford University Press, 2007.
170 Andrew Barry, Political Machines, og Bruno Latour, Reassembling the Social.
171 Bestu pælingarnar varðandi þetta flækjustig má enn finna í Henri Lefebvre,
Everyday Life in the Modern World.
172 [Þýð.: Hér er felldur út texti þar sem Couldry vísar sérstaklega til 7. kafla bókar
sinnar sem þessi grein er inngangskafli að.]
STAFRÆN MIðLUN Í LJÓSI FÉLAGSFRÆðINNAR