Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 10
SKAGFIRÐINGABÓK
hans Ragnheiðar Eggertsdóttur, bónda á Skefilsstöðum, ein af
þeim mörgu Skefilsstaðasystrum.
Foreldrar mínir fluttu í Torfmýri árið 1899 og þá voru tvö
systkini mín fædd, en við urðum alls fjögur. Elzt var Ingi-
björg, sem sxðar varð húsfreyja á Mel, næstur var Ragnar, síðast
bóndi á Bergsstöðum í Skarðshreppi hér í Skagafirði, þá Hann-
es, síðar skólastjóri á Akureyri, og ég nokkuð mikið yngstur,
þannig að í leikjum var ég utanveltu við þau, en aftur á móti
átti ég leikfélaga á næstu bæjum, t.d. í Djúpadal.
Torfmýri var frekar lítil jörð og kostarýr. Túnið var karga-
þýft og umlukt á alla vegu af illtræðum forarflóum, en þó var
hægt að heyja þar töluvert á engjum, en erfitt að komast þar
um með hesta. Nú eru þessir flóar orðnir grösugir og fallegir
töðuvellir.
Rétt fyrir ofan bæinn er hátt og tignarlegt fjall, Glóðafeykir,
sem mér finnst eina fjallið, sem á skilið að heita svo faílegu
nafni. Það er tignarlegt og klettótt, og ókleift þeim megin,
sem að bænum sneri. Eitt er sérstakt við það fjall. Það var ákaf-
lega glöggur veðurviti. I Blönduhlíðinni, einmitt um þetta svæði,
er afar stormasamt. Það koma stólpa austanrok, oft á tíðum fyr-
irvaralítið, en Glóðafeykir gaf það alltaf til kynna nokkrum
klukkutímum áður en það byrjaði. Þá hvein og drundi í fjallinu,
og ég hef aldrei heyrt slíkt í nokkru öðru fjalli, sem ég hef
búið í námunda við. Þetta kom sér vel, t.d. á sumrin þegar hey
voru úti, því að menn tóku mark á þessu og notfærðu sér það.
Torfmýri liggur á milli tveggja stórbýla, Djúpadals að sunn-
an, uppundir rótum Glóðafeykis, og Flugumýrar að norðan.
Bústofninn heima var ekki stór. Eg hef gætt að því í hrepps-
bókum Akrahrepps í Héraðsskjalasafninu hér á Sauðárkróki hver
bústofn föður míns hafi verið þessi ár, sem hann bjó í Torfmýri,
og hann var nú ekki stór. Þegar þau koma þangað árið 1899
voru þau með 10 ær, fimm gemlinga, eina kú, einn kálf og
þrjú hross. Arið eftir eru kýrnar orðnar tvær, og ég held, að eft-
ir það hafi verið tvær kýr á bænum. Eftir 20 ára búskap árið
8