Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 110
SKAGFIRÐINGABÓK
sem er á hálsinum milli Fljótadals og Holtsdals (Mjóvadals),
nokkur hundruð metrum austar á Hálsinum en Ríp.
Gamlarétt stendur allhátt á Hálsinum austanverðum. Þar er
vítt og fagurt útsýni yfir mynni Holtsdals og nokkuð inn eftir
honum til suðurs og suðausturs, og liggja þá Ólafsfjarðardalur
og Hnjúkarnir vel við útsýni eins og mýrarnar vestur og upp
frá Holtsdalsá. Stutt er í rennandi vatn (Réttarlækinn), en þó
útsýni vanti ekki er staðurinn afar ótrúlegt bæjarstæði eins og
hann lítur út í dag. Á milli tóftanna tveggja, sem bera nafnið
Gamlarétt, eru um 20 metrar. Af stærð hólkollanna, sem tóft-
irnar standa á, er óhætt að álykta, að þar er ólíklegt bæjarstæði.
Tóftirnar bera það ekki einu sinni með sér, að rétt hafi þar
staðið, heldur sel eða stekkur.
Að þessu loknu töldum við okkur hafa skoðað allar þær tóft-
ir, sem sjá má til \ mynni Holtsdals. Engar tóftir aðrar var Þor-
steini kunnugt um á þessum slóðum, hvorki af eigin raun, frá
eldri ábúendum eða nágrönnum sínum, þ.e. þeim mönnum
sem gjörkunnugastir eru Holtsdal og næsta nágrenni. Engin
örnefni um mannabústaði eru heldur kunn á þessum slóðum.
Niðurstaðan er því sú, að hafi landnámsbær Bárðar Suðurey-
ings verið reistur annars staðar en í Holti tel ég líklegast, að
hann hafi verið reistur á Ríp. Eftir situr þó spurningin hvort
um einhverja búferlaflutninga hafi verið að ræða þegar allt er
skoðað. Var ekki landnámsbærinn reistur í upphafi þar sem
Holt er nú?
Hjáleigan Ríp, sem talin er hafa farið í eyði seint á 18. öld,
hefur blessunarlega fengið að vera í algerum friði fyrir jarðýt-
um og öðrum stórvirkum verkfærum nútímans. Vegarslóði var
þó ruddur rétt neðan við túngarð eyðibýlisins um miðja þessa
öld til þess að auðvelda mönnum leið sína austur yfir hálsinn.
Af Ríp er, eins og áður sagði, afar fagurt útsýni. Þar talar for-
tíðin til þeirra, er virða fyrir sér augljós ummerki genginna
kynslóða. Meiri hluti hólsins er umgirtur fornum túngarði,
sem mjög er þó vallgróinn. Graslendið innan gamla túngarðs-
108