Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 18
SKAGFIRÐINGABÓK
að minnsta kosti um sláttinn, en annars var vinnutími óreglu-
legur og fór eftir þörfum. Eg var mikið í smalamennskum og
var sendur margra erinda og alltaf gangandi, einkum á haustin.
Það mátti helzt ekki nota hest eftir göngur.
Göngurnar voru mikið ævintýri, meðan maður var ungur.
Við fórum að heiman á sunnudegi og riðum fram í Norðurár-
dal og gistum á Kotum eða í Borgargerði. Þá var ekki búið að
byggja gangnakofann í Hálfdánartungum, en hann var kominn
í not síðasta árið, sem ég var í Blönduhlíðinni. Hálfdánartung-
ur voru orðlagðar fyrir draugagang eins og frá er greint í þjóð-
sögum. Menn, sem ég þekkti sem gamla menn í æsku minni,
töldu sig hafa orðið vara við mikinn draugagang þar. Það voru
heldur ekki allir hrifnir af því, þegar þarna var byggður gangna-
mannakofi. Sjálfar göngurnar voru svo á mánudegi og þriðju-
degi, og við, sem vorum utan af bæjum í Blönduhlíðinni, fór-
um ekkert heim milli seinni gangnadags og réttardags, heldur
gistum þarna á bæjunum, en réttað var á Silfrastaðarétt.
Svo var árvisst ferðalag að fara með ullina á Sauðárkrók á
vorin. Það var venja að leggja af stað að kvöldi dags. Sumir
sögðu, að bændurnir gerðu það til að ullin léttist ekki ef það
var sólskin. Hitt held ég að hafi vegið meira, að með því að
leggja af stað að kvöldi, þá passaði það, að komið var að ferju-
stað á Vesturósi Héraðsvatna um fótaferðartíma, svo að menn
gátu haft allan daginn fyrir sér til að athafna sig í bænum og
komizt svo til baka yfir ósinn fyrir nóttina. Þessi ferð var farin
rétt fyrir slátt, og það þótti nauðsynlegt, því að það mátti
aldrei snerta á öðru verki eftir að hann hófst og fram um göng-
ur, svona í 10 vikur.
IV
Vorið 1923 ræðst ég sem vinnumaður að Reynistað, sem er
eitt af höfuðbólum héraðsins og stórbýli. Þar bjuggu þá Jón
Sigurðsson alþingismaður og kona hans Sigrún Pálmadóttir.
16