Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 179
TRÉKIRKJUTÍMI HINN SÍÐARI f GOÐDÖLUM
inni: Guðni Þórarinsson, ísfirðingur, Guðmundur Guðmunds-
son á Reykjarhóli og Gunnar Sigurðsson á Fossi á Skaga. Húsið
er 7.20 x 5.30 m að innanmáli, vegghæð 3 m, undir mæni 6
m. „Turn á stöpli“, sem kallað er, þegar forkirkja er sérbyggð
og klukknaloft yfir í turni, sem ella væri á stafni kirkjuskips-
ins. Er góður stigi upp þangað, sem hin forna klukka Hofs-
kirkju - og að sögn frá Klaustrum — hangir með hinni yngri á
góðum ramböldum. Turninn er eftirlíking turnsmíði Þorsteins
Daníelssonar á Skipalóni á Möðruvallaklausturskirkju, sem reist
var 1865. Kórinn er einnig sérbyggður, en um og eftir alda-
mótin varð mikil tízka að skeyta forkirkju og bakkirkju við
kirkjuskip, en stytta það að sama skapi. Ekkert sinna mörgu
og stílhreinu kirkjuhúsa byggði Daníelsen á Lóni þannig, eins
og dæmin sanna, því að þau standa flest enn, t.a.m. fjögur í
Möðruvallaklausturskalli austan Öxnadalsheiðar. Sérbyggðu for-
kirkjurnar á Bakka, Bægisá og í Glæsibæ eru viðbyggingar. Er
næst að halda, þegar prófastur skráir 1908, að hin nýja Goð-
dalakirkja sé nær eins og hin fyrri, aðeins nokkru minni, að
munurinn sé fólginn í inndrætti hornsteinanna við austurgafl.
Víst sparaði þetta tvær sperrur í fullri lengd, en næsta lítið í
klæðningu, nokkuð í gólfborðum. Slfkt hús tekur og á sig
minna veður. Bakkirkjustíllinn, svo bagalegur, sem hann er að
öllu leyti, t.d. við fermingu og altarisgöngu, sem nú tíðkast
raunar meir en fyrr á öldinni, er útlend eftirmynd stórkirkju-
húsanna. En finna má þar málsbætur, sem skóg- og skjólleysið
er hérlendis og víða ærið veðurnæmt.
I Goðdölum var kirkja gerð þegar á 11. öld og eru presta-
nöfn kunn þegar fyrir og um daga Jóns biskups Ögmundsson-
ar. Var kirkjan helguð Nikulási erkibiskupi af Mira í Litlu-
Asíu, áheitadýrlingi sjómanna og veikra barna. Standa Niku-
lásarkirkjur endranær við sjóarsíðu. Svo var nafnhelgi Nikulás-
ar algeng hér á landi, að telja má allt að 36 kirkjur helgaðar
honum, stundum ásamt öðrum dýrlingum. Skýringuna á helg-
un Goðdalakirkju til fjalla frammi, á sjötta tug km frá sjó, ætl-
12 Skagftrðingabók
177