Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 15
STEFÁN MAGNÚSSON BÓKBINDARI
lengi bjó á Syðri-Brekkum í Blönduhlíð. Hann þótti afburða
harmóníkuleikari og átti tvöfalda harmóníku. Það var sett í
auglýsingar: Varði spilar, og það dró að. Eg sá fyrir ekki löngu
gamla auglýsingu um lestrarfélagsball á Flugumýri. Hún var
ekki ársett, en í henni stóð: Aðgangur kostar eina krónu og
fylgir kaffi með brauði.
Þetta var auðvitað óskaplegt álag á þau heimili, þar sem
lestrarfélagsböllin fóru fram. Eg man bezt eftir fyrsta ballinu,
sem ég fór á. Það var haldið á Flugumýri. Húsum háttaði þá
þannig þar, að íbúðarhúsið var á þremur hæðum, og stór burst
sneri fram á hlaðið. A neðstu hæðinni, sem að nokkru leyti var
kjallari, var hlóðaeldhús og geymslur. A miðhæðinni voru tvær
stofur hlið við hlið. Önnur var svefnstofa hjónanna. Hin var
kölluð norðurstofa eða stássstofa, og það voru dyr á milli þeirra.
Þessar stofur, sem voru nokkuð líkar að stærð, voru ekki stærri
en það, að lengdin passaði fyrir tvö rúm í svefnstofunni, og
hún var nokkuð jöfn á báða vegu. Þetta var dansplássið. Ur
þessum stofum var öllu rutt, rúmum jafnt sem öðru. A sömu
hæð var svokölluð austurstofa. Hún var lítið notuð á veturna,
en á sumrin svaf þar kaupafólk. Og að lokum var á þessari hæð
svokölluð langastofa, sem var svefnstaður vinnufólksins. Þaðan
var miklu rutt út líka, og þar var kaffið drukkið.
Uppi á lofti voru svo tvö herbergi undir súð. Annað var
svefnhús barna hjónanna. Þar sátu eldri menn og spiluðu, t.d.
lomber, og áttu kannski tár á glasi, en aldrei sá ég drukkinn
mann á þessum samkomum. Hitt herbergið var kvennaher-
bergi. Það var haft laust, og þar voru krakkar látnir sofa, ef þau
sofnuðu um nóttina. Það voru kannski komnir þetta fimm eða
sex krakkar í hvert rúm, þegar fór að líða á.
Samkoman hófst svona klukkan tíu og stóð til morguns, eða
þangað til menn þurftu að fara heim til gegninga. En þá var
ekki allt búið. Þá þurftu þeir, sem stóðu fyrir samkomunni,
undirbúningsnefndin, að hjálpa heimafólkinu við að koma öllu
í samt lag. Aldrei vissi ég til, að húsráðendur tækju nokkuð
13