Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 115
FLUTTI HALLUR MJÓDÆLINGUR?
Ef gengið er út frá því, að bæjarheiti Bárðar Suðureyings
hafi frá upphafi verið Holt, hvers vegna er það þá ekki nefnt í
Landnámabók? Eins og áður hefur komið fram er lýsing Land-
námu stundum ónákvæm og jafnvel hæpin í stöku tilviki og
lýsir ókunnugleika Landnámuritara í Skagafirði austanverðum.
Vert er að benda sérstaklega á áðurnefnda umfjöllun Ólafs Lár-
ussonar um landnám í Skagafirði. Þar tekur hann fyrir land-
nám Friðleifs x Séttuhlíð, sem var næsta landnám innan við
landnám Flóka Vilgerðarsonar í Vestur-Fljótum (bls. 123). I
landnámslýsingu Friðleifs virðist ekki vera heil brú eins og
Ólafur bendir á. Þar er bæjarheitið Holt „í vanskilum" og virð-
ist hvergi eiga sér samastað. Það skyldi þó ekki vera, að minnis-
punktar Landnámuritara hafi eitthvað skolast til og að þarna sé
komið bæjarheitið Holt, sem betur væri komið í Fljótum?
'Viðurnefnið Mjódœlingur
Eins og áður hefiir verið minnst á er það viðurnefni Halls Bárð-
arsonar, Mjódælingur, sem trúlega verður kveikjan að munn-
mælasögunni. Þá hafa menn að leiðarljósi, að viðurnefnið gefi
til kynna fæðingarstað (bæjarnafn) eða búsetu, þ.e. dalinn Mjóva-
dal. Alkunna er þó, að viðurnefni fengu menn af mörgum öðr-
um ástæðum svo sem lundarfari, hátterni, framkomu, lífsvið-
horfum, vaxtarlagi og jafnvel einstökum atburðum. Hvers vegna
Hallur fékk viðurnefnið Mjódælingur verður þó auðvitað aldrei
vitað fyrir víst. Hér er þó ein tillaga, sem ég tel ekki verri en
hverja aðra.
Brúni landnámsmaður hlýtur að hafa verið með fyrstu mönn-
um, ef ekki fyrstur, að helga sér land í Fljótum, slík er víðátta
landnámsins. Hann „nam land milli Mjóvadalsár og Úlfdala."
Hann á því land að sjó með reka og fuglahlunnindum. Hann á
alla austurströnd Miklavatns, víðáttu skóglendis og útengja
ásamt ómældu upprekstrar- og beitarlandi. Það land sem Bárð-
ur Suðureyingur nemur er í samanburði við landnám Brúna af-
8 Skagfirðingabók
113