Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 45
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR A BJARNASTÖÐUM
og prófasturinn á Hjaltastöðum, séra Jón Jónsson. Snorri hæg-
ur og góðlátlegur í fasi, snoturmenni, en prófasturinn mikilúð-
legur og strangur á svip.7 Veleðla Hólameistari, Hálfdan Ein-
arsson, gegnir biskupsstörfum um þessar mundir en er þó e.t.v.
einnig viðstaddur. Landlæknir er nýfallinn frá og honum því
ekki til að dreifa að fara yfir prófið. Þarf svo að hafa meira við
en ella hefði þurft.
Ljósmóðurstarfið er ekki vandalaust og ýmislegt sem þarf að
kunna skil á. „Hverninn skal ná læknum af hálsi barnsins, ef
hann er vafinn þar yfir um“? Þessu svarar konan að bragði:
„Greiða hann, ef verður, hið snarasta, annars að skera hann og
láta nærstaddar konur halda fyrir endana eður binda fyrir þá
sörnu".8 Konan er frjálsleg í fasi og svarar öllum spurningun-
um greiðlega og einkar skynsamlega. Hún er tæplega þrítug
en þó lífsreynd og auðsæilega vel hæf til að gegna ljósmóður-
starfinu og því „antekst og ansést hún priviligeruð til konung-
legrar náðar, sem allareiðu er lofuð, samt til þeirra fríheita, sem
þessu heilaga embætti fylgja“.9 Guðrún Ólafsdóttir heitir kon-
an og er gift Jóni Pálssyni bónda á Mannskaðahóli á Höfða-
strönd.
Guðrún Ólafsdóttir var fyrsta konan í Skagafirði sem lauk
ljósmæðraprófi og jafnframt fyrsta lærða ljósmóðirin sem nokk-
uð kvað að í Skagafirði.10 Skagfirðingar fengu ekki aðra slíka
fyrr en að fjörutíu árum liðnum, síðla árs 1819, að Guðbjörg
7 Sjá persónulýsingar þeirra í íslenzkum œviskrám III (Rvík 1950), bls. 183-
184 og IV (Rvík 1951), bls. 301.
8 Sbr. Ljósmœðuráíslandi II, bls. 26.
9 Áðurnefnt bréf Bjarna Pálssonar til Hallgríms Bachmanns, dags. 17. mars
1768, sbr. Ljósmœ&ur á íslandi II, bls. 24.
10 Fyrsta skagfirska konan sem tók ljósmæðrapróf var Ragnheiður Ólafsdóttir
bryta, Jónssonar (sjá um Ólaf hér síðar). Ragnheiður lauk prófi hjá Bjarna
landlækni í Nesi 1763. Hún var þá gift Helga Jónssyni hreppstjóra í Hliði
á Álftanesi og vann aldrei að ljósmóðurstörfúm í Skagafirði svo vitað sé. Sjá
LjósmaSur á íslandi I (Rvík 1984), bls. 500. Ragnheiður og Guðrún Ólafs-
43