Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 108
SKAGFIRÐINGABÓK
Einhver óviss árafjöldi hefur liðið frá landnámi þar til Holt
hefur eignast Holtsdalinn (Mjóvadalinn) allan, báðum megin
ár, Ólafsfjarðardal og Hnjúkana út að svokölluðum Merkjalæk,
sem nú skilur á milli lands Holtstorfunnar og Brúnastaða.
Merkjalækur, jafn lítilfjölegur og hann er, getur ekki hafa skil-
ið að landnám, enda þarf engum blöðum þar um að fletta, því
að það stendur skýrum stöfum í Landnámabók.
'Vettvangsskoðun í mynni Holtsdals 16. júlí 1993
Farið var með Þorsteini Jónssyni á Helgustöðum austur yfir
hálsinn, austur yfir Holtsá á tunguna og upp f Hnjúka. Byrjað
var að skoða tóftarbrotin á tungunni, sem verður milli Holts-
dalsár og Ólafsfjarðardalsár, svokölluð Beitarhús. Þar er greini-
leg tóft, sem virðist, eins og nafnið bendir til, hafa verið beit-
arhús. Tóftin er 10 m löng frá austri til vesturs. I henni miðri
er garði eftir endilangri tóftinni, um 80 cm breiður, en nær þó
ekki alveg að vesturgafli þar sem dyr hafa verið fyrir gafli
miðjum. Krærnar virðast geta hafa verið um 160 cm breiðar.
Tóftin er all vallgróin. Sennilega eru þetta leifar þess beitar-
húss sem Hjálmar Jónsson bóndi í Holti (1898-1911) reisti.
Þvert á tóftina, við austurgaflinn, er greinileg heystæðistóft
um 10 m löng. Skammt þaðan til suðurs eru tvær tóftir smáar,
um 2x2 m hvor, og enn aðrar tvær til norðurs jafn smáar. Víða
eru í þessum svokölluðu Hnjúkum heystæðatóftir frá fyrri tíð.
I útengjum þessum frá Holtstorfunni er um tugur gamalla
heystæðatófta sem dreifast neðan frá Holtsá suður og upp allt
til Svörtupolla þar sem tvö gömul heystæði eru.
Eftir að hafa farið um tunguna alla og skoðað hlíðina all
rækilega, enduðum við á því að skoða grænan og grasivaxinn
hól rétt austan við Holtsá, í suðaustur séð frá fjárréttinni, sem
nú er í notkun. Á hól þessum eru tóftarbrot, ógreinileg mjög.
Munnmælasöguna um búsetu Bárðar Suðureyings á Holtsdal
106