Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 51
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR A BJARNASTÖÐUM
Ólafs Jónssonar er að litlu getið í prentuðum heimildum.
Nafni hans skýtur þó tvívegis upp í annálum.19 Jón Espólín
getur hans einnig tvisvar sinnum í Sögu frá Skagfirðingum. Um
árið 1732 segir Espólín m.a.:
Það sumar fóru utan, til handverks læringar, í Hofsós
Ólafur smiður frá Reynistað, Guðmundur Guðmundar-
son frá Hólum og Magnús Bjarnason frá Brúarlandi ...
Skúli Magnússon fór þá [og] utan.20
Ólafur kom út árið 1736. Um það ár hefur Espólín m.a. þetta
að segja:
Oddur Magnússon sótti þá um Skagafjarðarsýslu. Þá kom
út Ólafur, er siglt hafði til handverks og kallaður smið-
ur; hafði tekið lítilli framför og var bersnauður.21
Heldur er þetta nú rýrt í roðinu. En margt fmna hundar sér í
holum. Ólafur kemur allvíða við sögu í Dóma- og þingbókum
Skagafjarðarsýslu á árabilinu 1732—61 og skal hið helsta af því
nú rakið stuttlega.
Ólafur undirritar þingbækur á allmörgum manntalsþingum
í Sauðár- og Seyluhreppum, ásamt fleiri bændum:22
Eftirtalin þrettán manntalsþing á Sauðá: 28. apríl 1738,
8. maí 1742, 27. maí 1743, 16. maí 1744, 20. apríl
1746, 28. apríl 1749, 5. maí 1750, 29- apríl 1751, 12.
19 Annálar 1400-1800 I (Rvík. 1922-27), bls. 657 og IV, bls. 512.
20 Saga frá SkagfirSingum I (Rvík 1976), bls. 57; sjá einnig athugagrein nr. 4 á
bls. 150-151.
21 Saga fráSkagfirðingum I, bls. 62. Þetta er greinilega tekið upp úr Mælifells-
annál séra Ara Guðmundssonar, sjá Annála 1400-1800 I, bls. 657.
22 Sjá Dóma- og þingbækur Skagafjarðarsýslu 1737-1740, 1736-1743, 1743-
1753, 1753-1761.
4 SkagjiTÓingabók
49