Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 12
SKAGFIRÐINGABÓK
fimm kíló. Auk þess voru greiddir fjórir vorgemlingar í leigu
eftir jörðina. Það var nokkuð mikið.
Húsaskipan í Torfmýri var þannig, að þar var ákaflega lítill
torfbær. Þrjár burstir sneru fram á hlaðið, ein lítil í miðju, en
tvær svolítið stærri hvor til sinnar hliðar, og sneru þær á móti
vestri. Á burstunum, sem stóðu til hliðar, var þó ekki tréþil
nema niður til hálfs. Þar undir var torfveggur. Á milli þeirra
voru bæjardyrnar. Þegar inn úr þeim var komið, voru dyr til
hvorrar handar. Að sunnanverðu var geymsla fyrir tað og mó til
eldiviðar, en að norðan var skáli fyrir amboð, reiðinga, reipi og
saltan mat. Innar í göngunum voru aftur tvennar dyr. Annars
vegar var eldhús með hlóðum, og þar fór öll eldamennska
fram, en hinum megin var búr, og þar voru geymdar m.a. slát-
urtunnur. Svo beint inn af göngunum voru dyr, og þar var
gengið inn í fjósið, en aftur innst í göngunum til hægri var
gengið inn í baðstofuna. Hún var afar lítil og hrörleg. Eg skal
ekki segja, hve stór hún var í álnum, eins og þá var mælt, en
hún var rúmlengd og rúmbreidd á annan veginn, en um tvær
rúmlengdir á hinn. Rúmin voru hlaðnir bálkar. I þau var sett
hey eða dýnur og rúmstokkur framan við. Súðin var þiljuð og
veggirnir að mestu, a.m.k. yfir rúmunum. Gluggar voru litlir
og tvískiptir á austur og vestursúð og gáfu ekki góða birtu, því
að veggir voru þykkir. Gólfið var moldargólf, og ég man eftir
því, að svona tvisvar á ári, fyrir jólin og á vorin þegar gert var
hreint, var gólfið skafið og jafnað. I það vildu koma holur, og í
þær var sett blaut aska og hún troðin vel niður. Það áhald, sem
aðallega var notað til að sópa með, var helsingjavængur. Þegar
ég var um sjö ára var svo byggður nýr og stærri bær, en líka úr
torfi.
Fjárhús, sem tóku 20-30 kindur, voru áföst bænum, en hest-
húskofi og lambakofi voru úti á túni. Auk þess að lifa af búinu,
þá vann faðir minn dálítið utan heimilis. Hann var t.d. eftir-
sóttur vegghleðslumaður, og eftir að farið var að nota stein-
steypu sem byggingarefni, þá setti hann sig inn í það verk.
10