Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 178
SKAGFIRÐINGABÓK
Þá eru tveir háir silfurstjakar með fáséðum, snúnum legg, einn-
ar pípu, gamlir og fallegir gripir. Yfir altarinu er tafla, máluð á
tré og vængir á töflunni til verndar. Er hún gerð í Danmörku
1837 að forsögn Benedikts læknastúdents Sveinssonar læknis,
Pálssonar, um stærð, er hæfði gaflþilinu milli glugga torf-
kirkjunnar. Síra Sigurður Jónsson, sem sat í Goðdölum 1822-
38, gaf töfluna til kirkju sinnar. Getur þess við, að Holm snikk-
ari smíðaði skáp og umgerð, en málarinn C. Tilly gerði mynd
eftir hinu heimsfræga verki Leonardo da Vincis um kvöldmál-
tíðina. Innan á vængjum, sem opnir eru um embættið og
stækka flötinn um helming, eru englamyndir, og heldur annar
á krossmarki og annar helgri bók. Á stöpli undir töflunni eru
innsetningarorðin skráð gylltu, gotnesku letri á svartan grunn-
flötinn. Stækkar hvort tveggja töfluna ásamt látlausri yfir-
byggingu, svo að hún er hin bezta kirkjuprýði og ólíkt líflegri
en hinar eldri tréspjaldamyndir, einkum þær innlendu, þar
sem bæði efnið og andinn, listgáfan, setja hin mæðulegu tak-
mörk.
Altarisskápurinn er haglegt smíði og sama handverkið á pre-
dikunarstólnum. Bendir einkum stóllinn fremur til Árna smiðs
Jónssonar frá Haugsstöðum í Vopnafirði, er byggði kirkjuhúsið
fyrir síra Zóphonías 1886, en Þorsteins Sigurðssonar 1904, en
hin mörgu kirkjuhús, sem hann reisti, og engin tvö eftir sömu
hugmynd að uppdrætti, eru til samanburðar og stólarnir í þeim,
sem sumir eru samtímaverk. Honum var þó ekki stólsmíði
hugleikin, því að enginn predikunarstóll var í kirkjunni, sem
hann reisti á Auðkúlu 1894 og á Silfrastöðum 1896. Þótt hin
fyrri trékirkja í Goðdölum færi í smán mola sem fyrr segir,
geta bæði altarisskápurinn og predikunarstóllinn hafa sloppið,
a.m.k. svo vel, að unnt væri að fella saman að nýju. Er það hald
vort, að svo hafi verið og sé hvort tveggja frá 1886. Hand-
bragðið ber þess merki, að smiðurinn hefur lært iðn sína er-
lendis, en Árni nam í Kaupmannahöfn.
Með Þorsteini kirkjusmið voru röskir hagleiksmenn að smíð-
176
i