Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 94
SKAGI-'IRÐINGABÓK
ánsson og síðar Tómas Helgason bændur í Stóradal. Afkom-
endur eru frá Guðrúnu og Bárði.
Jón Jóhannesson, f. um 1803 á Bjarnastöðum, d. 12. júlí 1843
í Grímstungu í Vatnsdal, bóndi og skáld á Litlu-Giljá í Þingi
og Beinakeldu á Reykjabraut.115 Kona hans hét Ósk og var
dóttir Ólafs Björnssonar hreppstjóra á Beinakeldu og Litlu-
Giljá (Mála-Ólafs). Afkomendur eru frá þeim, bæði hérlendis
og í Vesturheimi.116
Frá Guðrúnu Ólafsdóttur er kominn mikill ættbálkur og
hefur nú dreifst víða um land og lönd en er þó að vonum einna
þéttastur í Skagafírði og á Siglufirði. Til fróðleiks þeim sem
þekkja til á þessum slóðum skulu hér nefndir nokkrir afkom-
endur Guðrúnar sem þar bjuggu fram um eða yfir miðja þessa
öld. I Skagafirði: Arnbjörg Eiríksdóttir á Sjöundastöðum, Björg-
vin Márusson á Fyrirbarði, Gestur Guðbrandsson á Arnarstöð-
um, Haflína Björnsdóttir í Ásgarði, Hjálmar Þorgilsson á
Kambi, Jón Guðbrandsson í Saurbæ, Kristín Árnadóttir á Þor-
bjargarstöðum, Pála Pálsdóttir á Hofsósi, Sigurlína Hjálmars-
dóttir í Tungu og Skarphéðinn Pálsson á Gili. Á Siglufirði:
Pétur Þorsteinsson hafnarvörður, Vilhjálmur Hjartarson skrif-
stofustjóri og skipstjórarnir Ásgrímur og Björn Sigurðssynir,
Eyþór Hallsson og Kristján Ásgrímsson.
115 í áðurnefndum þætti föður hans í Æfum lærðra manna, 29. bindi, er hann
einnig sagður hafa verið hreppstjóri en fyrir því hef ég ekki aðrar heimildir.
Jón er þar sagður fæddur 1802 en Guðrún systir hans um 1800, en hvort
tveggja hlýtur að vera rangt. Eins og áður er getið var manntal það sem
kennt er við árið 1801 ekki tekið fyrr en 1803 í Hofsþingum og þá er Guð-
rún eins árs hjá foreldrum sínum á Bjarnastöðum en Jón ófæddur. Þau eru
hjá móður sinni í Stóradal í manntalinu 1816, bæði sögð fædd á Bjarnastöð-
um en aldur þeirra ekki tilgreindur.
116 Um nokkra afkomendur þeirra hér á landi má lesa í bók Skúla Skúlasonar:
Laxamýrarœttmni (Rvík 1958), bls. 33-37. Allmargir niðjar þeirra í Vestur-
heimi eru taldir í Blöndalsœttinni (Rvík. 1981), bls. 282-292. Jón Gíslason
gaf út.
92