Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 148
SKAGFIRÐINGABÓK
vegar hefur verið reynt, að láta sem flesta hafa vinnu við
þessi tækifæri, svo að miklu fleiri menn hafa verið í
vinnu en þörf hefur verið fyrir. Eins og gefur að skilja, er
það sama fyrir félagið, hvort það borgar lægra kaup og
hefur fleiri menn, eða hærra kaup og þeim mun færri
menn. En það er nauðsynlegt fyrir heildina, bæði fyrir
félagið sjálft og þá, sem hjá því vinna að það sé sam-
keppnisfært á þessu sviði sem öðrum, því að ef uppskip-
un færist á aðra staði, er sú vinna, er þar að lýtur, með
öllu töpuð fyrir Hofsósbúa.54
Grein Tómasar var svarað í Kotungi af Pétri Laxdal. Þar nefndi
Pétur að frá stofnun kaupfélagsins, þ.e. 15 árum áður, hafi það
lagt fram fé til bryggju, vega og húsbygginga. Pétur sagði:
Hvar hefur þá félagið fengið þessa peninga, sem það hef-
ur ausið út til hinna ýmsu framkvæmda? Vitanlega ekki
frá neinum öðrum en viðskiftamönnum. Þeir peningar
sem K.F.H. [Kaupfélag Hofsóss] hefur eignast, eins og
öll önnur auðvaldsfyrirtæki, er mismunurinn á því verði,
sem kaupfélagið gaf fyrir vörurnar og það sem það seldi
þær, — og aftur hið gagnstæða með innlendar vörur —
Með öðrum orðum: Það hefir arðrænt smábændur og verka-
menn um nákvæmlega jafn mikið á þessum 15 árum og
það hefir eignast.55
I Kotung var ekki meira skrifað um verkamannafélagið á Hofs-
ósi. Þau skoðanaskipti, sem birtust í héraðsblöðunum árið 1934,
sýndu vel mismunandi sjónarmið andstæðra fylkinga í stjórn-
málum. Samkvæmt Pétri voru öll þau fyrirtæki, sem rekin
54 Hegri. Héraðsblað Hegranesþings. Blað Framsóknarfélags Skagfirðinga. 4. tbl. [ekki
er minnst á árgang]. Mars 1934.
55 Kolungur, 5. apríl 1934.
146