Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 172
SKAGFIRÐINGABÓK
í stóru og björtu timburhúsi, sem byggt hafði verið á aldamót-
um. Þar þurfti hvorki að rífa beitarhúsahlöðu né útihúsakofa
til eldiviðar.
Bjargþrotabú síra Sveins Guðmundssonar vakti ef til vill
meira umtal, vegna þess að frúin var Skarðverji, af kynbornum
ríkismönnum komin í marga ættliði. En hitt er sýnt, að hann
hefur verið mjög lítill búmaður, því að vel vegnaði Goðdala-
prestum löngum og áttu fjölda fjár allt fram á hinn afar harða
níunda áratug aldarinnar sem leið, er síra Zóphonías byggði þó
hið vandaða timburkirkjuhús, kostaði dýra utanför vegna veik-
inda konu sinnar og var ekki bágari eftir en svo, að hann réðist
undireins í aðra kirkjugerð úti í Viðvík.
Hitt þekkja svo allir rosknir Skagfirðingar, hve góðu búi
Goðdalabændur hafa búið, síðan síra Sveinn gafst upp, Jón Hall-
dórsson lengi fyrst og svo Símon Jóhannsson og Monika Sveins-
dóttir kona hans frá Bjarnastaðahlíð, synir þeirra, tengdadætur
og börn.
Enn knýr á hin ósvaraða spurning um kosningu síra Haf-
steins Péturssonar 1899- Hefði hann unað í Vesturdal, í fá-
mennu og afskekktu afdalabrauði eftir margra vetra nám í
Kaupmannahöfn í hinum lýðdönsku Grundtvigsfræðum, og síð-
an alllanga þjónustu í fjölstrendismenningunni í Kanada? Eða
erlenda stórborgarstúlkan, konan hans?
Við niðurskurð prestakallanna 1907 höfðu kirkjustjómarmenn
augastað, að ekki sé meira sagt, á Goðdalaprestakalli. Ætli
þeim hefði ekki hugkvæmzt ráð til að koma síra Hafsteini burt,
rétt eins og dr. Jóni í Winnipeg, þegar hann vildi losna við
hann?
Sumt af þessu í Goðdalasögu, ýmist í orðið eða fyrirkvíðan-
legt, hefur verið síra Zóphoníasi í huga, þegar hann reið fram
eftir til kirkjuvígslunnar fyrir 90 árum. Einnig samanburður-
inn við 18. aldar prestana í Goðdölum, frá öldinni, sem gerði
harðleiknast við Islendinga. Við upphaf þeirrar aldar voru 123
manneskjur á 22 byggðarbólum í Goðdalasókn, en í Ábæjar-
170