Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 30
SKAGFIRÐINGABÓK
hafl enginn annar bundið bók fyrir Bókasafn Siglufjarðar. Þetta
var auðvitað afar góður bakhjarl, þótt ég hefði yfirdriflð að
gera, þegar frá leið. Á þessum tíma tel ég ekki ólíklegt, að ég
hafi bundið þetta þrjú til fjögur hundruð bækur árlega fyrir
Bókasafn Siglufjarðar.
Fljótlega fór að verða talsverð eftirsókn eftir þessu, bæði gegn-
um kunningsskap minn og kunningsskap annarra, t.d. Péturs
Björnssonar, en við áttum afar mikil viðskipti. Svo held ég, að
enginn annar hafi heldur bundið bók fyrir bókasafnið hér á
Sauðárkróki þennan tíma. Það æxlaðist svo þannig, að ég hef
haft mikið meira að gera en ég hef komizt yfir.
Mér hefur verið sagt að ég selji fremur ódýrt. Það má vera,
en ég hef litið þannig á, að þetta sé kannski ekki alveg fyrsta
flokks vinna. Bæði er það, að ég er ekki útlærður bókbindari,
þótt æfingin hafi skapað það að nokkru. Annað er svo hitt, að
ég tók þá stefnu strax og ég byrjaði á þessu, að leggja ekki allt
of mikinn tíma í óskaplegt nostur, sem í sumum tilfellum er
náttúrlega krafizt, en öðrum ekki, en hafa það heldur ódýrara
og sterkara. Það getur vel verið, að þetta sé hálfgerður bjána-
skapur, hvað ég hef selt þetta ódýrt. Eg veit, að þetta er ekki
nema brot af því, sem þetta er útselt frá bókbandsverkstæðum.
Eg held að ég hafi sjaldan fengið athugasemdir við skatt-
skýrsluna mína, en eitt sinn fékk ég þó bréf frá skattstofunni
um að það virtist vera allmikið ósamræmi í tekjum af bókbandi
og efniskaupum. Nú man ég ekki, hvernig ég svaraði því, en
það hafa engin eftirmál orðið af því síðan. Eg kaupi efni til
bókbands aðallega hjá einu fyrirtæki, Ólafi Þorsteinssyni & Co.
Sölumaðurinn þar, sem er eldri maður, segist varla trúa því, að
ég sé einn að störfum, en þá vil ég í sannleikans nafni bæta því
við, að ég hef einstöku sinnum hjálpað kunningjum mínum
um bókbandsefni. Eg tel líklegt, að ég hafi bundið inn þetta
tvö til þrjú þúsund bækur á ári, en aldrei hef ég reynt að halda
neinni tölu á því.
Meðal manna, sem ég hef bundið hvað mest fyrir, er Torfi
28