Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 98
SKAGFIRÐINGABÓK
eigur þess. Af þessum sökum kom ekki til skipta eftir Guð-
rúnu og fæst hér því engin vitneskja um það hvort Sigríður
dóttir hennar og Ólafur sonur hennar, sá sem að sögn Espólíns
dó fullorðinn í Grímsey, voru enn lífs þegar þetta var. Það vek-
ur reyndar grunsemdir hversu skuldugt búið er talið við stað-
inn því að þegar séra Engilbert lést, aðeins rúmum sex árum
síðar, komu 515 ríkisdalir til skipta eftir hann, og verður þó að
teljast ólíklegt að þriðja og síðasta kona hans, húsmannsdóttir
af Akranesi, hafi lagt nokkrar eignir með sér í bú þeirra.120Eins
og brátt greinir kom það sér vel fyrir séra Engilbert að ekki
þurfti að grennslast fyrir um erfingja Guðrúnar.
Búskapur Guðrúnar og séra Engilberts var ekki stór í snið-
um, kindur 36 að meðtöldum lömbum, nautgripir þrír en hest-
ar reyndar tíu. í búi þeirra var þó sitthvað af eigulegum mun-
um, svo sem upphlutur Guðrúnar silfurskreyttur, metinn á 6
ríkisdali, viðeigandi svunta úr bláu klæði, með silfurhnöppum
og fjórlögðum silkiborðum, 8 ríkisdala virði, söðull Guðrúnar,
10 ríkisdala virði, og blátt klæðisplagg þrílagt með grænum
skartborða, metið á 12 ríkisdali eða um það bil kýrverð. Prests-
hjónin á Lundi hafa auðsæilega haft ólíkt meira umleikis en
sléttur almúginn.
Ymsar sagnir eru af séra Engilberti en verða þó ekki raktar
hér.121 Hannes Þorsteinsson segir sitthvað af honum í Æfum
lærðra manna og er þetta þar í:122
1806 3/12 var séra Engilbert dæmdur í prófastsrétti í 50
rd. sekt til fátækra í Borgarfirði fyrir seðil (17/9 1806)
er hann hafði ritað prófasti sínum séra Eiríki Vigfussyni
í Reykholti, þar hann krafðist af honum visitasíulauna,
120 Um dánarbú séra Engilberts er hér farið eftir sögn Hannesar Þorsteinssonar
í þætti Engilberts í Æfum lærðra manna, 14. bindi.
121 En sjá t.d. þátt hans í Prestaæfúm Sighvats Grímssonar Borgfirðings, Lbs.
2363 4to, bls. 74—80.
122 Sjá þátt Engilberts í Æfum lærðra manna.
96