Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 91
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR A BJARNASTÖÐUM
getið hver hafi fóstrað hann. Engin örugg vitneskja er um ætt-
erni Jóns þessa en auðsæilega eru miklar líkur fyrir því að hann
hafi verið fóstursonur Guðrúnar en sonur Ásmundar á Bjarna-
stöðum og ef til vill annarrar konu en Kristínar Þorkelsdóttur.
Vikið verður að afdrifum hans hér síðar.
2. Kristín Ingveldur Jónsdðttir. Kristín fæddist sem fyrr segir um
1776 á Mannskaðahóli en lést 17. júní 1827 í Miðgörðum í
Grímsey, 51 árs, „úr brjóstveiki og vatnssýki".110 Hún giftist
hinn 17. október 1798 á Ljósavatni og var maður hennar Eirík-
ur sonur séra Þorleifs á Stað í Kinn, Sæmundssonar, og konu
hans Þóru Ketilsdóttur prests á Húsavfk, Jónssonar, hálfsystur
Magnúsar sýslumanns í Búðardal. Eiríkur og Jóhannes bróðir
Kristínar voru að hluta samtímis í Hólaskóla og hefur það leitt
til kynna Eiríks og Kristínar. Eiríkur var fæddur 8. mars 1773,
tekinn í Hólaskóla 1788 og útskrifaðist þaðan vorið 1797 með
þeim vitnisburði að hann hefði ekki sérlega skarpar gáfur en
væri iðinn með afbrigðum. Hann gerðist aðstoðarprestur föður
síns á Stað um sumarið 1798, prestur á Svalbarði í Þistilfirði
1801 og fékk Þönglabakka 1805. Harðindi voru mikil á Norð-
Austurlandi um þessar mundir, svo að bændur í sóknum séra
Eiríks hröktust margir frá búum sínum. Tekjur af brauðum
hans voru því svo sáralitlar að við lá að þau Kristín flosnuðu
upp en 1812 fékk Eiríkur Grímsey og þar vegnaði þeim allvel.
Skömmu eftir að Kristín lést, um sumarið 1827, fluttist Eirík-
ur að Stað í Kinn, sem hann hafði fengið veitingu fyrir árið
áður og hélt til æviloka, 21. ágúst 1843. Börn Kristínar og Ei-
ríks voru þessi átta:* * 111
Valgerður Eiríksdóttir, f. 15. mars 1799 á Ljósavatni, d. 8.
janúar 1853 í Garðsvík á Svalbarðsströnd, átti Jónas Bergmann
110 Prestsþjónustubók Grímseyjar 1816—1842. Kristín er ranglega sögð hafa
dáið 17. júlí 1827 í íslenzkum ævnkrám I, bls. 427.
111 Hér er einkum stuðst við áðurnefndan þátt séra Eiríks í Æfúm lærðra manna.
89