Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 22
SKAGFIRÐINGABÓK
hvern einasta virkan dag. Það var aldrei svo mikill þurrkur né
svo mikið hey undir, að ég væri tekinn úr því verki. Eg hélt
þessu verki áfram á Reynistað í mörg ár eftir að ég hætti þar
sem ársmaður. Eg hafði alltaf tvo ganga af hestum og skipti
um miðjan daginn, en mest af þessum slætti var á engjum.
Um þetta leyti var farið að þurrka engjarnar. Mikið af þeim
var ótræð for mönnum og skepnum. Það var byrjað að gera
skurð, sem þótti mikið fyrirtæki. Eg held að hann hafi verið
þrír metrar á breidd og handgrafinn. Hann var kominn suður í
svokölluð Slý, sem voru fyrir neðan Reynistað og voru óskap-
legt foræði. Svo var það líklega árið 1926 eða 27, að það kom
skurðgrafa. Þá var stofnað áveitufélag, sem hét Aveitufélagið
Freyr, með það að marki að ræsa fram Eylendið. Þá var fengin
svokölluð flotgrafa. Hún flaut á skurðinum og var með skúffu í
keðju, sem hún dró að sér, þegar hún gróf. Uppmokstrinum
lyfti hún svo hátt upp og lét falla í rennu, sem fjarlægði hann
upp á bakkann. Hún þurfti helzt að grafa undan halla, svo að
vel gengi. Aflvélin var Fordson dráttarvél, sem tekin voru hjól-
in undan og stóð hún á dekkinu á gröfunni. Arni G. Eylands
stjórnaði mikið samsetningu á gröfunni og norskur maður, sem
með honum var, en grafan kom frá Noregi. Hún var sett saman
á tjörn fyrir neðan Stóru-Gröf, og fyrst gróf hún úr tjörninni
og út í Miklavatn. Svo var hún flutt aftur frameftir, og þá gróf
hún upp á móti fram fyrir neðan Páfastaði, og það gekk öllu
verr. Þessi skurður gjörbreytti landinu. Það þornaði og spratt
afar vel á eftir. Það hætti að spretta fyrstu árin eftir að þornaði,
sérstaklega þar sem hálfdeigt var, en svo þegar graslagið breytt-
ist, þá kom þetta veltigras.
Á vorin var veitt vatni á landið, og var mikil vinna við það.
Áveitugarðar voru hlaðnir, og þurfti að stífla þá á vorin og halda
þeim við. Það vildu koma skörð í þá, og tveir þrír menn voru
alveg útgefnir við þetta meðan á áveitutímanum stóð. Eg var
oft í því verki. Það var Staðaráin, sem bar á engjarnar.
Áður en skurðirnir voru grafnir, þurfti að vaga heyinu, sem
20