Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 185
AF SJÓNUM SÉRA PÁLS ERLENDSSONAR
skrifað með reglulegu samanheingi. En hvað umgildir,
jeg verð eins og eg er að skrifa það, sem fyrir hendi er.
Aður en eg veiktist, sem ekki var fyrri en í augusto, hafði
eg tíma til að bjóða bændum sögurnar, og tók einginn
undir það. Menn voru annars hugar, því þegar heyskapur
tók til, fór fólk hér að veikjast, so hann stansaði, og sképn-
ur urðu ekki nytjaðar nema með hjálp af öðrum bæjum,
þar sem hjálp gat feingist. Eptir að þessu fór nokkuð að
lina, komu rigníngar, síðan stórviðri og heyskaðar, so til
vandræða horf<ð>ist. Hér á ofan er höndlanin so kvelj-
andi, að þeir em færstir hér í plátsi, sem géta fengið nokk-
uð lítið af matvöru. Þetta allt til samans dreifir þánka
fólks, so það hugsar ekki um sögukaupin.
Af því eg reiði mig á loforðið f Boðsbréfinu til Islend-
ínga, hefi eg ráðist í að kasta upp fáeinu af því, sem til er
mælst í þriðja flokki, þó mér þyki það ekki þess um
komið að senda það í so háan stað. En þegar til mjög lít-
ils er mælst, er enn ómannlegra að neita, ef öðru vísi
verður. Eg setti sitt í hvurt lag, því sitt er hvurs eðlis.
En eigi þetta hvurgi við, so er eldurinn við höndina til
að fortæra því.
Það vil eg, að hvarfið hans s<í>ra Odds leiddi til ept-
irþánka og eptirþánkinn til eptirgrennslunar, og í því
skyni skrifaði eg frásögu þá.
Af gömlum kvæðum hefi eg ekkert, að frá teknu því
eina eptir prófast s<í>ra Gunnar Pálsson, og er hans eig-
ið handar rit. Það mun ei víðar til og hætt við líði undir
lok. Maður er hér nálægt mér, Gunnlaugur Jónsson, bóndi
á Skuggabjörgum, sem hef<i>r kvæða ráð. Hann skrifar
allt hvað hann gétur feingið af þess háttar, og eru nú
komin 300. Þaug em <í> 3ur bókum. En þær eru aldrei
heima. Ein er nú fyrir norðan, önnur fyrir vestan og 3ia
frammi í firði. Hann kynni að ljá þær að ári. Eg hefi þá
eingu hér við að bæta, nema biðja að virða vel það vel
183