Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 189
AF SJÓNUM SÉRA PÁLS ERLENDSSONAR
leingi eg hafi slórt; fer hálf skammfullur upp á loptið -
og öll eru þá rúmin tóm. Nú fer eg ofan og hugsa mér
liggi ekki á fyrri en öðrum. Samt lýk eg upp sjálfri
skólahurðinni og sé hvar einn situr upp<i> á borðinu og
ber rétt í gluggann. Jeg læt mér þetta nægja, því eg
þykist vita hvur vera muni.
Jeg er að uppruna Eyfirðíngur, og annar kom þaðan líka,
Stephán Þorsteinsson, sem nú er nýdáinn, prestur til
Valia í Svarfaðardal.8 Okkur var mikið elskulegt á milli,
en hann var að náttúru þúngsinna, og opt géfinn fyrir
einveru.
Nú sat sá fyrr um gétni á miðju borðinu; og nú geing eg
að borðsendanum og styð mig á hann. Viss um að þessi
væri Stephán, seigi eg: „Stephán minn! Eitthvað ertu
ömunarfullur núna. Eigum við ekki að fara að hátta“
(við sváfum þó ekki saman). Hann þeigir. „Hvar komstu
þín<u>m hestum fyrir?“ Hann þeigir. „Æ! Talaðu eitt-
hvað við mig, St[ephán] minn. Það er þó ekkert íllt í þér
við mig?“ Og enn er þögn. Nú handfánga eg mig eptir
borðinu. Ætlaði eg að kyssa hann og vildi leggja sína
hönd á hvurt kné hans. En eg finn hverugt.
I þessu lít eg framan í hann og þekkti svipinn. Það var
þó ekki náttúrlegt, að eg hefði séð í nokkurs manns and-
lit þá, í so dimmu og undan glugga.
I þessu leið hann upp fyrir borðið og hvarf.
So bar til sama haust, að skólapillt<u>r frá Presthólum fór
vest<u>r nokkru á undan okkur öðrum, Steinn Steph-
ánss[on], og drukknaði í Norðurá, fyrir vestan Yxnadals-
heiði, og hans var svipurinn.9
8 Séra Stefán lézt 12. febrúar 1846 (P.E.Ó.: fsl.æv. IV.Rvík 1951, bls. 342-43).
9 Steinn var sonur séra Stefáns Scheving Lárussonar. Sjá Jón Espólín og Einar
Bjarnason: Saga frá Skagfirðingum 1685-1845, II, Kristmundur Bjarnason,
Hannes Pétursson og Ögmundur Helgason höfðu umsjón með útgáfunni,
Reykjavík, 1977, bls. 20.
187