Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 86
SKAGFIRÐINGABÓK
Prestur á Barði um þessar mundir var Guðmundur Sigurðsson,
„mikill mannkostamaður, en mjög fátækur jafnan, heldur stirð-
ur í prestsverkum“.94 Kirkjubókarfærslur klerks bera þó ekki
vott um tiltakanlegan stirðleika og umsagnir hans um sóknar-
börnin eru skilmerkilegar. Hrólfur bóndi er „skilsamur, ein-
faldur, fáfróður" en granni hans einn „skilsamur, drífandi, sæmi-
lega að sér“, vinnukona í Neskoti er „fróm og trú, skikkanlega
að sér“ og 12 ára niðurseta í Langhúsum er „fáráðlingur, kann
þó fræðin". Kristín Þorkelsdóttir ber af flestum, er „ráðsett,
skörp nóg“ fyrra árið og „lastvör, skýr nóg“ seinna árið.95 For-
stöndug og drífandi hefur hún líka verið, orðin ráðskona aðeins
17 ára gömul.
Elsta barn Kristínar og Ásmundar sem vitað er um með
vissu fæddist um 1795 og hafa þau því að líkindum gifst ná-
lægt 1793. Eftir lát Ásmundar bjó Kristín áfram á Bjarnastöð-
um í eitt ár, 1826—27, en var síðan hjá dóttur sinni og tengda-
syni í Bjarnastaðagerði til dauðadags.
Að sögn Espólíns (2108) var Kristín af hinni kunnu Stein-
grímsætt, laundóttir Þorkels bónda á Bakka og víðar, Ólafs-
sonar bryta á Hólum og síðar bónda á Bakka, Jónssonar lög-
réttumanns í Eyhildarholti í Hegranesi, Þorsteinssonar. Önnur
heimild er einnig fyrir þessu ætterni Kristínar því að í Prests-
þjónustubók Rípurprestakalls 1756—1784 er þessi færsla við
árið 1769: „Þann 16. Marty skírð Kristín Þorkelsdóttir frá Bakka
laungetin." Orðalagið bendir til að Kristín hafi að einhverju
leyti alist upp hjá föður sínum eða föðurfólki, og reyndar var
það ekki fyrr en 1794 að konungur gaf út tilskipun þess efnis
að ógiftar mæður hefðu fullan rétt til að hafa börn sín hjá sér.96
94 (slenzkar ævhkrár II, bls. 180.
95 Sóknarmannatal Barðsprestakalls 1784-1814.
96 Sbr. Fjarri hlýju hjónasœngur, bls. 150. Við húsvitjun í Hólasókn árið 1782
var Kristín þó ekki hjá föður sínum í Brekkukoti í Hjaltadal, sbr. Sóknar-
mannatal Hólasóknar 1776-1782.
84