Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 186
SKAGFIRÐINGABÓK
meinta, en sjá í gegnum fíngur við það, sem þess þarf
með.
Brúarlandi í Hofssókn þann 3ja sept. 1846
P:Erlendsson.
Þegar hugað er að efni þessa bréfs, verður fyrst fyrir að skýra
þau tvö atriði, sem ekki varða þjóðsagnafræðin. Hið fyrra er
orðalagið „að bjóða bændum sögur“, er vísar til þess, að Páll
hafi verið beðinn að selja útgáfurit Fornfræðafélagsins, en hið
síðara skírskotar til þess, að hann hafi átt kvæðahandrit eftir
séra Gunnar Pálsson, rektor Hólaskóla, sem verið hafði þjóð-
þekkt skáld, en var látinn fyrir rúmlega hálfri öld, þegar hér
var komið sögu.3
Þriðja atriðið, sem ekki varðar beinlínis þær frásagnir, er Páll
sendi Fornfræðafélaginu, er ábending hans um kvæðasafn Gunn-
laugs á Skuggabjörgum. Hann kveður bækurnar í láni hingað
og þangað, sem lýsir bezt þeim áhuga, er var jafnt á rituðum
og prentuðum bókum til lestrar og oft á tíðum uppskrifta á
þessum tíma, þegar fólk þyrsti í slíkt afþreyingarefni til and-
legrar uppfyllingar við baðstofustörfin á löngum vetrarkvöld-
um.4
3 Séra Gunnar Pálsson lézt 2. október 1791 (Páll Eggert Ólason: íslenzkar œvi-
skrár frá landnámstímum til ársloka 1940, II, Reykjavík 1949, bls. 205-06).
Ekki verður séð, að þetta handrit hafi skilað sér til Fornfræðafélagsins, Áma-
safns eða Landsbókasafns, a.m.k. ekki tengt nafni Páls Erlendssonar, sam-
kvæmt skrám þessara safna, hvorki áður tilvitriaðri skrá Kálunds né Páls Egg-
erts Ólasonar: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, I-III, Reykjavík 1918-
37. Helzt væri, að það leyndist í Landsbókasafni, komið frá einhverjum öðr-
um en hér um ræðir, en engum frekari getum skal þó að því leitt að sinni.
4 Varðveizt hafa 10 bækur með fornum kvæðum, sem Gunnlaugur hefur skráð,
allar í handritasafni Jóns Sigurðssonar í Landsbókasafni, sumar yngri en hér
um ræðir (JS 258-62 og 588-92 4to). Þó verður ekki úr því skorið, við hverj-
ar þeirra hér er átt í þessum orðum.
184
i