Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 89
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR Á BJARNASTÖÐUM
Börnin voru þessi:
Árni Ásmundsson, f. um 1795 á Bjarnastöðum, d. 1. nóvem-
ber 1849 á Grundarlandi í Unadal, bóndi þar.103 Árni átti fyrr
Hólmfríði Einarsdóttur prests á Knappsstöðum, Grímssonar,
en síðar Þórönnu Jónsdóttur bónda í Brautarhóli í Svarfaðardal,
Vigfússonar. Börn hans voru fimmtán og eru afkomendur frá
fimm þeirra.
Eiríkur Ásmundsson, f. um 1797 á Bjarnastöðum, d. 3. maí
1851 í Neskoti í Flókadal, bóndi þar og víðar.104 Kona hans var
Guðrún Jónsdóttir bónda á Illugastöðum í Flókadal, Finnboga-
sonar. Börn þeirra voru ellefu og eru afkomendur frá sjö þeirra.
Kristín Ingveldur Ásmundsdóttir, f. um 1799 á Bjarnastöðum,
d. 17. apríl 1855 í Bjarnastaðagerði í Unadal, átti Einar bónda
í Bjarnastaðagerði, Einarsson bónda á Róðuhóli í Sléttuhlíð,
Ásmundssonar.105 Afkomendur eru frá þremur af átta börnum
þeirra.
Níaren Ásmundsdóttir, f. 9- apríl 1801 á Bjarnastöðum, d. 25.
júlí 1874 í Ártúni á Höfðaströnd, yfirsetukona, átti áðurnefnd-
an frænda sinn, Sigurð Jónsson hreppstjóra í Ártúni, dótturson
Jóns Ásmundssonar á Þönglaskála.106 Þau áttu tvær dætur og
eru afkomendur frá annarri þeirra.
Jón Ásmundsson, f. um 1802 á Bjarnastöðum, d. fyrir 5. októ-
ber 1826. Hann er hjá foreldrum sínum á Bjarnastöðum 1816
en er ekki á meðal erfingja Ásmundar föður síns.
Guðrún Ásmundsdóttir, f. 1805 á Bjarnastöðum, d. 30. júlí
1829 á Miklahóli í Viðvíkursveit. Hún gerðist ráðskona hjá
Guðlaugi bónda á Miklahóli, síðar á Bjarnastöðum í Kolbeins-
103 Sjá þátt hans í Skagfirzkum œvnkrám 1850—1890 III, bls. 3—4.
104 Sjá þátt hans í Skagfirzkum æviskrám 1850—1890 VI, bls. 45.
105 Sjá þátt Einars í Bjarnastaðagerði í Skagfirzkum æviskrám 1850-1890 VI,
bls. 40—41.
106 Sjá þátt Sigurðar í Skagfirzkum aviskrám 1850-1890 III, bls. 206-207.
87