Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 92
SKAGFIRÐINGABÓK
stórbónda og hreppstjóra í Garðsvík, Sigfusson Bergmanns
bónda á Ysta-Mói í Flókadal og síðast á Þorkelshóli í Víðidal,
Sigfússonar prests í Felli í Sléttuhlíð, Sigurðssonar. Börn þeirra
voru ellefu og eru afkomendur frá sumum þeirra í Vesturheimi
en engir hér á landi svo vitað sé.112
Þóra Eiríksdóttir, f. 4. maí 1800 á Vatnsenda í Ljósavatns-
skarði, d. 3. október sama ár á Vatnsenda.
Þorleifur Eiríksson, f. 23. apríl 1802 á Svalbarði í Þistilfirði,
drukknaði 26. júlí 1818 við Grímsey.
Kristín Ingveldur Eiríksdóttir, f. 24. ágúst 1804 á Svalbarði, d.
29. júní 1821 í Grímsey.
Guðrún Eiríksdóttir, f. 30. júlí 1806 á Þönglabakka, d. 31.
ágúst 1820 í Grímsey.
Anna Eiríksdóttir, f. 21. apríl 1808 á Þönglabakka, d. á árun-
um 1812—16 í Grímsey.
Hjálmar Eiríksson, f. 9- júní 1811 á Þönglabakka, d. 8. janú-
ar 1866 á Húsavík, bóndi í Vilpu í Húsavík, átti dóttur fyrir
hjónaband en gekk síðan að eiga Valgerði Soffíu Jónasdóttur
Bergmanns, systurdóttur sína, og átti með henni að minnsta
kosti fimm syni, þar á meðal Eirík Bergmann ríkisþingmann í
Norður-Dakota.
Jóhanna Eiríksdóttir, f. 24. júlí 1813 í Miðgörðum í Grímsey,
d. 11. júní 1847 í Rauðaskriðu í Aðaldælahreppi, átti Þorstein
gullsmið í Rauðaskriðu, Jónsson bónda í Skógum í Fnjóskadal,
Jónssonar. Þau áttu einn son sem dó ungur.
3.Jóhannes Jónsson. Jóhannes fæddist sem fyrr segir 25. desem-
ber 1779 á Mannskaðahóli en lést 13. desember 1805 í Gríms-
ey. Hann lærði undir skóla hjá Gísla Jónssyni, syni Jóns bisk-
112 Sjá þátt Jónasar Bergmanns og Valgerðar í Svalbarðsstrandarbók, bls. 313—
314. Valgerður er þar ranglega sögð fædd á Svalbarði í Þistilfirði og höfundi
láist að geta um eitt af börnum þeirra Jónasar, Valgerði Soffíu, f. 1826 (þau
áttu einnig aðra Valgerði, f. 1825).
90