Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 64
SKAGFIRÐINGABÓK
ið því að Valgerður dóttir Jóns og Rósu er 24 ára á Vörðufelli í
manntalinu 1801, gift kona og tveggja barna móðir. Hún hef-
ur því verið fædd um 1777, aðeins um ári eftir að Jón kom út
ásamt Þorláki Isfjörð.46
Guðmundur Ólafsson, f. 1741 á Ingveldarstöðum á Reykja-
strönd, d. 23. ágúst 1814 á Stóru-Giljá í Þingi;47 „sigldi, bjó í
Svarfaðardal átti dóttur Snorra úr Árnessýslu, tók framhjá. Þau
skilin. Þ.b. Snorri. Síðan giptist Guðmundur aftur “ (Espólín
6564). Seinni kona Guðmundar, gift 1799, var Sigurlaug
Magnúsdóttir, ekkja Þorsteins Jónssonar bónda í Göngustaða-
koti í Svarfaðardal, og þar bjó Guðmundur til 1801 og tíund-
aði 3 hundruð. Hann fór síðan í húsmennsku í Svarfaðardal en
fékk reisupassa hjá sýslumanni 1812 til farar vestur í Skaga-
fjörð og dó á flakki í Húnavatnssýslu og er svo að sjá að Snorri
sonur hans sé þá dáinn.48 Ekki er loku fyrir það skotið að Guð-
mundur hafi orðið blindur eins og faðir hans og bróðir og þess
vegna lent á vonarvöl. Þegar hann var borinn til moldar var
rituð um hann þessi athugasemd: „giftur maður, flakkandi ...
var norðan úr Svarfaðardal, var gáfumaður, fróður“.49
Guðríður Ólafsdóttir, f. um 1754 í Kálfárdal, d. 19- maí 1830
46 Ekki kemur heldur til greina að Jórunn hafi verið eldri svo nokkru nemi en
sagt er í manntalinu 1801, því að hún eignaðist tvíbura um 1791, með Sig-
urði Jónssyni sem síðar bjó lengi á Á í Unadal. Tvíburarnir voru Jóhanna
kona Kaprasíusar Jónssonar bónda í Stóru-Brekku á Höfðaströnd (1821-23)
og María kona Jóns Halldórssonar bónda í Hólakoti á Höfðaströnd (1830-
32). Og um fimm árum síðar eignaðist Jórunn son með Sveini Símonarsyni
sem síðast var húsmaður á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð. Sonurinn var Pálmi,
f. um 1796, d. 1826, síðast vinnumaður á Grund í Svínadal.
47 Guðmundur er sagður 56 ára í manntalinu 1801 og er því talinn fæddur
1745 í Svarfdœlmgum II, bls. 16. Espólín (6564) segir hann hins vegar fæddan
1741 og þegar hann deyr, 1814, er hann sagður 73 ára í Prestsþjónustubók
Þingeyraklausturs 1785-1816.
48 Sjá þátt Guðmundar í Svarfdœlingum II, bls. 16-17; reyndar er sá þáttur
furðu ófróðlegur um margt.
49 Prestsþjónustubók Þingeyraklausturs 1785-1816.
62