Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 16
SKAGFIRÐINGABÓK
fyrir þetta, en þetta var fjáröflunarleið fyrir lestrarfélagið til að
kaupa bækur.
Lestrarfélagið hélt líka fundi, þar sem m.a. voru kosnar und-
irbúningsnefndir fyrir fjáröflunarsamkomurnar. Mér er afar
minnisstæður einn slíkur fundur, þó að ég væri þá svo ungur,
að ég færi ekki á hann, en systkini mín voru þar. Það var venja,
að fólk léki sér eða dansaði að afloknum fundarstörfum, en
þessa nótt komu þau heim miklu fyrr en búizt var við, og for-
eldrar mínir sjá, að það hafi eitthvað komið fyrir. Þetta mun
hafa verið í nóvember 1914. Þá hafði það skeð, að maður drukkn-
aði í Héraðsvötnum þessa nótt, mikill heimilisvinur okkar,
Skarphéðinn Símonarson í Litladal. Hann hafði verið á ferða-
lagi með mönnum, sem voru að kaupa markaðshross, en hann
var mikill ferðamaður og kaupsýslumaður og var að fylgja
þeim yfir Vötnin. Hann fellur þá í vök rétt norðan við þar sem
brúin á Grundarstokknum er núna. Það var hláka og kannski
vatn ofan á ísnum þennan dag. Hann hafði fylgt tveimur
mönnum yfir ísinn, og það hafði allt gengið vel og fór svo aust-
uryfir aftur og lenti þá í vökinni. Hann hafði haft mann með
lukt sem viðmiðun, og það var hald manna, að sá hafi í ógáti
fært sig eitthvað til. - Skarphéðinn var ókvæntur og barnlaus,
en átti aldraðan föður á lífi, þegar hann dó. Símon í Litladal
var efnamaður á þeirra tíma mælikvarða, og um þetta leyti gef-
ur hann tíu þúsund krónur í sjóð til að verðlauna þá menn,
sem færu vel með búfé. Hann lét einnig byggja það hús, sem
seinna varð stofninn að félagsheimilinu Héðinsminni, sem heit-
ir eftir Skarphéðni, þessum syni hans. Það þótti með allra veg-
legustu húsum á þeim tíma.
III
Vorið 1919 taka við jörðinni heima þau Ingibjörg systir mín
og Jón maður hennar, sem seinna bjuggu á Mel, og voru þau
þar tvö ár, og ég er hjá þeim. Foreldrar mínir hættu að búa
14